Erlent

Górilla slapp úr búri sínu

Óli Tynes skrifar
Bokito svipast um eftir einhverju ætilegu.
Bokito svipast um eftir einhverju ætilegu. MYND/AP

Skelfing greip um sig í dýragarði í Rotterdam í gær þegar górilluapinn Bokito slapp út úr búri sínu. Fólk flúði í allar áttir og varð af talsverður troðningur. Bokito sem er sagður alla jafna skapgóður og blíður kunni þessum látum illa og slæmdi höndunum í fjóra gesti, sem hlutu af einhver meiðsli.

Ein kona var flutt á sjúkrahús. Bokito fór inn á eitt veitingahús dýragarðsins og sat þar að snæðingi þegar starfsmenn garðsins skutu í hann pílu með svefnlyfi. Hann var svo fluttur til síns heima.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×