Hanna „League Pass“ þjónustu fyrir ensku úrvalsdeildina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2020 09:00 Premflix gæti verið framtíðin fyrir áhugafólk um enska fótboltann. Hér á landi væri örugglega mikill áhugi. Samsett/Getty Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Áhugafólk um NBA og NFL deildirnar í Bandaríkjunum þekkja það að nota „League Pass“ eða „Game Pass“ þjónusturnar til að fylgjast með öllum leikjum deildanna í beinni útsendingu. Nú gæti svona þjónusta verið að fæðast fyrir ensku úrvalsdeildina. Sjónvarpsfyrirtækin hafa barist um sýningarrétt á ensku úrvalsdeildinni undanfarið og nú síðast fór sýningarrétturinn frá Sýn yfir á Símann. Sá samningur gildir frá 2019 til 2022. Enska úrvalsdeildin er vinsælt efni en um leið gríðarlega dýrt efni fyrir íslensku sjónvarpsstöðvarnar. Nýjustu fréttir innan forystusveitar ensku úrvalsdeildarinnar gæti haft mikið áhrif á framtíðarfyrirkomulag þessa mála sem og næsta samning hér á Íslandi. Enska úrvalsdeildin er nú fyrir alvöru að skoða möguleikana á því að búa til streymisveitu sem þeir líkja við Netflix en verður væntanlega mun líkari leikjaþjónustuveitum NFL og NBA deildanna. Enska úrvalsdeildin var að íhuga það að prófa slíkt kerfi á völdum mörkuðum í síðasta samningi en hætti við það. Ísland gæti verið kjörin tilraunastaður fyrir fyrstu útgáfu af PremFlix. Lítill markaður þar sem er mikill áhugi á ensku úrvalsdeildinni og hefð fyrir því að nýta sér þjónustu íþróttastreymisveitna eins og „League Pass“ hjá NBA og „Game Pass“ hjá NFL. Can watch every single Premier League match Shown live across 188 countries £10-per-month PremFlix and chill is coming https://t.co/k4jRhz3wDx— GiveMeSport (@GiveMeSport) February 9, 2020 Richard Masters, nýr framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, hefur sagt frá þessum framtíðarplönum en þær myndu væntanlega þýða endalok fyrir hefðbundna útsendingaaðila. „Í síðustu samningagerð fyrir 2019-22 tímabilin þá eyddum við miklum tíma og lögðum mikið í það að auka okkar þekkingu og styrkja okkur í því að geta sent leiki beint til áhorfandans,“ sagði Richard Masters. „Við vorum að hugsa um að þá að prófa nokkra markaði en við ákváðum á endanum að gera það ekki. Við vorum tilbúin síðast og við verðum tilbúin seinna ef tækifærið gefst. Á endanum mun enska úrvalsdeildin fara í það að vera bæði í því að selja útsendingaréttinn til rétthafa sem og að senda sjálf leikina beint til áhorfenda,“ sagði Masters. Enska úrvalsdeildin fær yfir þrjá milljarða punda, yfir 489 milljarða íslenskra króna, á hverju ári fyrir sjónvarpsréttinn en yfir 200 milljónir heimila í 188 löndum heimsins kaupa sér aðgang að ensku úrvalsdeildinni. Verðhugmynd ensku úrvalsdeildarinnar er að það gæti kostað 10 pund á mánuði að kaupa sér aðgang að nýju veitunni og um leið möguleikanum á að horfa á alla leiki í beinni útsendingu. Tíu pund eru rúmlega 1600 krónur íslenskar sem er mun lægra verð en menn út í heimi eru að borga fyrir enska boltann. Með því að eyða út milliliðunum þá gæti enska úrvalsdeildin fengið inn mun meiri pening frá ákveðnum mörkuðum í gegnum þessa framtíðar efnisveitu sína. Milljarðarnir þrír gætu þá breyst í tíu eða jafnvel fimmtán milljarða punda á hverju ári. Hér fyrir neðan má sjá skemmtilega útskýringu á þessu öllu saman.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira