Enski boltinn

Rio og Capello hafa samið frið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, og varnarmaðurinn Rio Ferdinand hafa samið frið en afar kalt hefur verið á milli þeirra síðan Capello ákvað að taka fyrirliðabandið af Rio.

Rio tók upphaflega við fyrirliðabandinu af John Terry þegar sá síðarnefndi lenti í vandræðum í einkalífinu. Sá stormur er nú genginn yfir og Terry aftur orðinn fyrirliði.

Rio var afar fúll er hann missti fyrirliðastöðuna og sakaði Capello um að sýna sér vanvirðingu. Capello hefur viðurkennt mistök í því hvernig hann tók á málinu en nú er búið að hreinsa loftið.

"Við höfum tekist í hendur og samband okkar er frábært í dag," sagði Capello á blaðamannafundi. "Ég sagði honum raunverulegu söguna í málinu og við hreinsuðum loftið. Það var mjög gott."

Terry segir að allt sé í himnalagi á milli sín og Rio og því lítið til fyrirstöðu að þeir byrji að spila saman á ný í hjarta ensku varnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×