Erlent

Þýska þingið framlengir þátttöku í stríðinu gegn hryðjuverkastarfsemi

Hermenn í Afganistan.
Hermenn í Afganistan. MYND/AFP

Þýska þingið samþykkti í morgun að framlengja þátttöku þýskra hersveita í stríði Bandaríkjamanna gegn hryðjuverkastarfsemi. Tillagan var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.

Mikil andstaða er meðal almennings í Þýskalandi við þáttöku Þjóðverja í stríðinu. Hafa vinstrimenn þar í landi krafist þess að hermenn verði kallaðir heim frá Afganistan og að þátttöku Þjóðverja í stríði Bandaríkjamanna verði hætt.

Bandarískir ráðamenn hafa hins vegar þrýst á að Þýsk stjórnvöld haldi áfram þátttöku sinni og lýstu þeir í morgun yfir ánægju sinni með ákvörðun þýska þingsins.

Þjóðverjar eru nú með um þrjú þúsund hermenn í friðargæsluliði Nató í Afganista. Með samþykktinni í morgun fá þýsk stjórnvöld heimild að senda allt að eitt hundrað sérsveitarmenn til Afganista. Þeirra hlutverk verður að aðstoða Bandaríkjamenn að berjast gegn hryðjuverkamönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×