„Hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 15:57 Bergsveinn lék alla leiki Fjölnis í Inkasso-deildinni í fyrra nema einn. vísir/bára Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fleiri fréttir Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Sjá meira
Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30
Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37