Segja faraldurinn í Íran mun verri en opinbert sé Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2020 11:18 Verið að sótthreinsa götur Tehran, höfuðborgar Íran. EPA/ABEDIN TAHERKENAREH Allir skólar í Íran verða lokaðir til 20. mars til að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram. Sömuleiðis á að takmarka ferðalög almennings á milli borga landsins Heilbrigðisráðherra Íran hefur sömuleiðis biðlað til almennings að hætta að notast við reiðufé, þar sem það stuðli að útbreiðslu veirunnar í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Íran í dag. Yfirvöld í Íran hafa staðfest 3.513 smit í landinu og segja 107 hafa dáið. Sérfræðingar segja þó útlit um að útbreiðslan sé mun umfangsmeiri en það. Háttsettir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa smitast af veirunni. Sérfræðingar í samvinnu við Washington Post fóru yfir gögn frá sjúkrahúsum í Íran og áætla að minnst 28 þúsund manns hafi smitast þar í landi. Veirufræðingurinn Ashleigh Tuite, segist búast við því að ástandið muni versna enn frekar. Samtöl blaðamanna við hjúkrunarfræðinga studdu áætlanir sérfræðinganna en þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við segja tilfellum hafa fjölgað hratt og að þau séu fleiri en opinberar tölur segja til um. Meðal annars sögðu hjúkrunarfræðingarnir embættismenn hafa í einhverjum tilfellum meinað heilbrigðisstarfsfólki að bera grímur, svo óðagot skapaðist ekki. Íranar segja faraldurinn þar í landi hafa byrjað í borginni Qom eftir að viðskiptamaður smitaðist í Kína. Fyrstu tilfellin voru tilkynnt opinberlega þann 19. febrúar. Þingkosningar fóru fram tveimur dögum seinna. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um slæm viðbrögð við útbreiðslu veirunnar en heilbrigðiskerfi landsins hafði þar að auki orðið fyrir höggi vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða Bandaríkjanna. Íran Wuhan-veiran Tengdar fréttir Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Allir skólar í Íran verða lokaðir til 20. mars til að sporna gegn útbreiðslu nýju kórónuveirunnar þar í landi. Heilbrigðisráðuneyti landsins tilkynnti í dag að 591 aðilar hefðu greinst með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur, á undanförnum sólarhring og fimmtán hafi dáið. Sérfræðingar segja mun faraldurinn mun verri en yfirvöld halda fram. Sömuleiðis á að takmarka ferðalög almennings á milli borga landsins Heilbrigðisráðherra Íran hefur sömuleiðis biðlað til almennings að hætta að notast við reiðufé, þar sem það stuðli að útbreiðslu veirunnar í landinu. Þetta kom fram á blaðamannafundi í Íran í dag. Yfirvöld í Íran hafa staðfest 3.513 smit í landinu og segja 107 hafa dáið. Sérfræðingar segja þó útlit um að útbreiðslan sé mun umfangsmeiri en það. Háttsettir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa smitast af veirunni. Sérfræðingar í samvinnu við Washington Post fóru yfir gögn frá sjúkrahúsum í Íran og áætla að minnst 28 þúsund manns hafi smitast þar í landi. Veirufræðingurinn Ashleigh Tuite, segist búast við því að ástandið muni versna enn frekar. Samtöl blaðamanna við hjúkrunarfræðinga studdu áætlanir sérfræðinganna en þeir hjúkrunarfræðingar sem rætt var við segja tilfellum hafa fjölgað hratt og að þau séu fleiri en opinberar tölur segja til um. Meðal annars sögðu hjúkrunarfræðingarnir embættismenn hafa í einhverjum tilfellum meinað heilbrigðisstarfsfólki að bera grímur, svo óðagot skapaðist ekki. Íranar segja faraldurinn þar í landi hafa byrjað í borginni Qom eftir að viðskiptamaður smitaðist í Kína. Fyrstu tilfellin voru tilkynnt opinberlega þann 19. febrúar. Þingkosningar fóru fram tveimur dögum seinna. Yfirvöld landsins hafa verið sökuð um slæm viðbrögð við útbreiðslu veirunnar en heilbrigðiskerfi landsins hafði þar að auki orðið fyrir höggi vegna viðskiptaþvingana og refsiaðgerða Bandaríkjanna.
Íran Wuhan-veiran Tengdar fréttir Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Sjá meira
Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. 4. mars 2020 23:30