Erlent

Óttast að fuglaflensusmit hafi breiðst út

Varnarsvæði var sett upp í kringum bóndabýlið þar sem fuglaflensan greindist á mánudaginn.
Varnarsvæði var sett upp í kringum bóndabýlið þar sem fuglaflensan greindist á mánudaginn. MYND/AFP

Óttast er að fuglaflensusmit sem greindist á bóndabýli í austurhluta Englands á mánudaginn hafi náð að breiðast út. Yfirvöld í Bretlandi rannsaka nú sýni frá kalkúnabúi í Suffolk en þar hafa fjölmargir fuglar drepist á undanförnum dögum.

Nú þegar hafa yfirvöld skipað fyrir að öllum fuglum á búinu skuli slátrað. Er það gert í samræmi við lög sem kveða á um slíkar aðgerðir ef grunsemdir eru uppi um mögulegt fuglaflensusmit. Margir starfsmanna kalkúnabúsins vinna einnig á bóndabænum þar sem fuglaflensusmitið greindist á mánudaginn. Staðfest hefur verið að fuglarnir þar hafi verið sýktir af H5N1 veirunni sem veldur fuglaflensu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×