Harry Kane gæti verið orðinn leikmaður Man. United þegar hann mætir í Laugardalinn í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 11:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum síðast vor. Getty/Harriet Lander Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september. Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira
Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september.
Enski boltinn Mest lesið Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Sjá meira