Harry Kane gæti verið orðinn leikmaður Man. United þegar hann mætir í Laugardalinn í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 11:30 Harry Kane gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum síðast vor. Getty/Harriet Lander Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september. Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Harry Kane, framherji Tottenham og enska landsliðsins, er farinn íhuga það að yfirgefa Tottenham samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi. Orðrómur er að hann hafi áhuga á að fara til Manchester United. Framtíð Harry Kane hjá Tottenham er sögð standa og falla með því hvort liðinu takist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni í vor en því slær Goal.com upp hjá sér og aðrir miðlar fjalla líka um framtíð landsliðsframherjans. In today's Rumour Mill: Harry Kane keen on move to Manchester United? https://t.co/feWRk0jVkA— Guardian sport (@guardian_sport) March 5, 2020 Harry Kane hefur ekkert spilað með Tottenham síðan á Nýársdag þegar hann tognaði illa aftan í læri. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho ætlar ekki að taka neinar áhættu með Kane og framherjinn fær því tíma til að ná sér hundrað prósent af þessum meiðslum. Harry Kane er orðinn 26 ára gamall en hefur spilað með Tottenham liðinu frá því að hann var tvítugur og verið leikmaður félagsins frá því að hann var ellefu ára. Kane og Tottenham liðið hefur verið í fremstu röð undanfarin tímabil en hefur enn ekki unnið neina titla. Tottenham hefur á þeim tíma komist í tvo úrslitaleiki en tapað þeim báðum, fyrst í deildabikarnum 2015 og svo í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. Harry Kane would reportedly consider a move to Manchester United in the summer. Latest #football gossip: https://t.co/vfuSVDCEGjpic.twitter.com/cMpJuDnfsF— BBC Sport (@BBCSport) March 5, 2020 Kane er ekki sagður hafa áhuga á því að fara aftur í einhvern uppbyggingafasa frá félaginu heldur vill hann frekar komast að hjá liði sem mun berjast um titla á næstu árum. Það var dýrt fyrir Tottenham að byggja nýjan leikvang og Jose Mouirinho fær ekki mikinn pening til að kaupa nýja leikmenn í sumar. Það lítur því út fyrir að það gæti tekið smá tíma að búa aftur til topplið hjá Tottenham. Samningur Harry Kane og Tottenham er frá 2018 og hann nær út 2024. Það er öruggt að það mun kosta sitt að kaupa Kane í sumar. Manchester United er eitt þeirra félaga sem hefðu efni á því. Harry Kane looking to leave Spurs? Wouldn’t be a bad shout for him. pic.twitter.com/nKs3VbsaFv— Ryan (@bernardooooV3) March 4, 2020 Manchester United er í framherjaleit og Kane hefur oft verið orðaður við félagið. United þarf að bæta við liðið til að koma sér aftur í titilbaráttuna og enginn efast að með mann eins og Kane í framlínunni væri liðið líklegt til afreka. Harry Kane gæti því verið orðinn leikmaður Manchester United þegar hann mætir með enska landsliðinu í Laugardalinn í september en fyrsti leikur Þjóðadeildarinnar 2020-21 er einmitt leikur Íslands og Englands á Laugardalsvellinum 5. september.
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira