Erlent

Leikarinn Jerry Stiller látinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Jerry Stiller með vinkonu sinni Charlotte Rae árið 2015.
Jerry Stiller með vinkonu sinni Charlotte Rae árið 2015. Getty/Bobby Bank

Leikarinn Jerry Stiller er látinn. Stiller er hvað þekktastur fyrir leik sinn í Seinfeld og King of Queens. Hann var 92 ára gamall og lést af náttúrulegum orsökum.

Ben Stiller, sonur hans, sagði frá þessu í morgun. Hann sagði föður sinn hafa verið frábæran pabba, afa og eiginmann. Jerry Stiller var giftur Anne Meara í 62 ár en hún dó 2015.

Þrátt fyrir að Stiller sé þekktastur fyrir hlutverk sín í grínþáttunum Seinfeld, þar sem hann lék hinn kostuga Frank Costanza, og King of Queens. Þá hélt hann á árum áður reglulega uppistand með eiginkonu sinni og lék hann einnig í mörgum leikritum á Broadway í New York, þar sem hann fæddist.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.