Horfði á fréttir af eigin "morði“ úr líkhúsi Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2018 19:46 Arkady Babchenko á blaðamannafundi í dag. Vísir/AP Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í dag þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Fregnir bárust af því í fyrradag að Babchenko hefði verið skotinn í bakið í húsi sínu og hann hefði verið úrskurðaður látinn á leið á sjúkrahús. Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu morð hans hafa verið sviðsett til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af. Á blaðamannafundinum lýsti Babchenko því hvernig sviðsetningin fór fram og sagðist hann meðal annars hafa fylgst með fréttum af „morði“ sínu frá líkhúsinu sem hann var fluttur á.Babchenko þjónaði á árum áður í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum.Undrast gagnrýni Yfirvöld Úkraínu segja að Rússar hefðu ráðið Úkraínumann til að sjá um að Babchenko yrði ráðinn af dögum. Sá maður hefði meðal annars boðið fyrrverandi hermanni rúmar þrjár milljónir króna fyrir að myrða blaðamanninn. Hermaðurinn sá fór hins vegar til leyniþjónustu Úkraínu og lét vita af tilboðinu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir gagnrýnina sem beinst hafi af yfirvöldum Úkraínu koma sér verulega á óvart. „Yfirlýsingar fjölda alþjóðasamtaka, þar sem við erum sagðir hafa afvegaleitt samfélagið, koma okkur á óvart. Vilduð þið frekar að Babchenko hefði verið myrtur?“ hefur Guardian eftir Avakov.Hann sagðist telja að héðan af muni öryggisstofnanir Úkraínu ekki láta stýrast af almenningsáliti, heldur þess í stað þörfinni að tryggja frið og verja fólk gegn árásum. Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko hélt blaðamannafund í dag þar sem hann varði aðgerðir leyniþjónustu Úkraínu varðandi sviðsetningu morðs hans. Fregnir bárust af því í fyrradag að Babchenko hefði verið skotinn í bakið í húsi sínu og hann hefði verið úrskurðaður látinn á leið á sjúkrahús. Degi seinna mætti hann á blaðamannafund þar sem yfirvöld Úkraínu sögðu morð hans hafa verið sviðsett til að laða þá sem ætluðu sér að koma honum fyrir kattarnef úr felum.Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Á blaðamannafundinum í dag sagði Babchenko að ógnin hefði svo sannarlega verið raunveruleg. Eftir að honum var tilkynnt að búið væri að leggja fé honum til höfuðs, voru hans fyrstu viðbrögð að flýja. „En síðan áttaði ég mig, hvar felur þú þig? Skripal reyndi einnig að fela sig,“ sagði Babchenko. Þess í stað ákvað hann að taka þátt í áætlun leyniþjónustu Úkraínu um að sviðsetja morð hans. Aðgerð þessi hefur verið harðlega gagnrýnd af blaðamönnum víða um heim og er hún sögð hafa dregið úr trausti á fjölmiðla og spilað upp í hendur gagnrýnenda. Hann sagði ákvörðun sína ekki hafa snúið að fölskum fréttum eða áróðri. Hann hafi eingöngu verið að hugsa um að lifa af. Á blaðamannafundinum lýsti Babchenko því hvernig sviðsetningin fór fram og sagðist hann meðal annars hafa fylgst með fréttum af „morði“ sínu frá líkhúsinu sem hann var fluttur á.Babchenko þjónaði á árum áður í her Rússlands og varð seinna einn af fremstu stríðsblaðamönnum Rússlands. Á undanförnum árum hafði hann verið mjög gagnrýninn á aðgerðir Rússlands í Úkraínu og Sýrlandi. Rússneski embættismenn höfðu fordæmt hann fyrir ummæli sín um loftárásir í Sýrlandi og árásir Rússa í garð Úkraínu. Babchenko skrifaði um hótanirnar í sinn garð í Guardian í fyrra. Þar segir hann að þingmenn hafi kallað eftir því að hann yrði fangelsaður og sviptur ríkisborgararétti sínum.Undrast gagnrýni Yfirvöld Úkraínu segja að Rússar hefðu ráðið Úkraínumann til að sjá um að Babchenko yrði ráðinn af dögum. Sá maður hefði meðal annars boðið fyrrverandi hermanni rúmar þrjár milljónir króna fyrir að myrða blaðamanninn. Hermaðurinn sá fór hins vegar til leyniþjónustu Úkraínu og lét vita af tilboðinu. Arsen Avakov, innanríkisráðherra Úkraínu, segir gagnrýnina sem beinst hafi af yfirvöldum Úkraínu koma sér verulega á óvart. „Yfirlýsingar fjölda alþjóðasamtaka, þar sem við erum sagðir hafa afvegaleitt samfélagið, koma okkur á óvart. Vilduð þið frekar að Babchenko hefði verið myrtur?“ hefur Guardian eftir Avakov.Hann sagðist telja að héðan af muni öryggisstofnanir Úkraínu ekki láta stýrast af almenningsáliti, heldur þess í stað þörfinni að tryggja frið og verja fólk gegn árásum.
Tengdar fréttir Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45 Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10 Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00 Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Blaðamaðurinn sem var „myrtur“ enn á lífi Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko sem fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá að hafi verið myrtur í Kænugarði í Úkraínu í gær er á lífi og í raun við hestaheilsu. 30. maí 2018 14:45
Rússneskur blaðamaður myrtur í Kænugarði Morðið er talið tengjast gagnrýni hans í garð yfirvalda í Rússlandi sem leiddi til þess að flúði til Úkraínu í fyrra. 29. maí 2018 21:10
Lygileg atburðarás í Kænugarði Forsætisráðherra Úkraínu kenndi Rússum um morð á blaðamanni sem hefur gagnrýnt yfirvöld í Kreml. Rússar sögðust blásaklausir og reiddust grönnum sínum. Úkraínska leyniþjónustan sviðsetti hins vegar morðið og maðurinn birtist óvænt á blaðamannafundi. 31. maí 2018 06:00
Segir Rússa á bakvið blaðamannamorðið Forsætisráðherra Úkraínu segir að rússnesk stjórnvöld hafi fyrirskipað morðið á rússneska blaðamanninum Arkady Babchenko. 30. maí 2018 07:05