Tengdadóttir Trump sækir um skilnað Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 06:39 Vanessa Trump ásamt Donald Trump yngri Vísir/Getty Eiginkona Donald Trumps yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta, hefur farið fram á skilnað ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Vanessa Trump, áður Vanessa Haydon, giftist inn í Trump-fjölskylduna árið 2005 og saman eiga þau Donald yngri 5 börn. „Eftir 12 ára hjónaband höfum við ákveðið að láta leiðir skilja,“ er haft eftir parinu í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni Page Six. „Við biðjum um næði meðan þetta gengur yfir.“ Fleiri upplýsingar hafa ekki fengist frá parinu. Þrátt fyrir að yfirlýsingin sé send í nafni þeirra beggja þykir augljóst að skilnaðurinn sé að frumkvæði Vanessu. Bandarískir miðlar halda því jafnframt fram að um svokallaðan „óvefengjanlegan skilnað“ sé að ræða. Samkvæmt bandarískum réttarvenjum þýðir það að forræði yfir börnunum og skipting eigna þeirra hjóna sé tekin af borðinu í skilnaðarferlinu. Fyrr á þessu ári rötuðu hjónabandsvandræði þeirra Donalds yngri og Vanessu í fjölmiðla. Voru þau ekki síst sögð stafa af tíðum ferðalögum Donalds í starfi sínu og „ást hans á samfélagsmiðlum.“ Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að áreitnin sem fylgdi því að Donald Trump eldri tók við embætti forseta, og réði son sinn sem einn sinna helstu ráðgjafa, hafi einnig haft mikil áhrif á sambandið. Þá bætti ekki úr skák að Vanessu var sent hvítt duft í pósti um miðjan febrúar. Varð hún að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi fyrir vikið. Atvikið er sagt hafa tekið mikið á hana og ennfremur ýtt undir þá skoðun hennar að lífið sem hjónabandinu fylgdi væri ekki fyrir hana. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Eiginkona Donald Trumps yngri, elsta sonar Bandaríkjaforseta, hefur farið fram á skilnað ef marka má fjölmiðla vestanhafs. Vanessa Trump, áður Vanessa Haydon, giftist inn í Trump-fjölskylduna árið 2005 og saman eiga þau Donald yngri 5 börn. „Eftir 12 ára hjónaband höfum við ákveðið að láta leiðir skilja,“ er haft eftir parinu í tilkynningu sem birtist á vefsíðunni Page Six. „Við biðjum um næði meðan þetta gengur yfir.“ Fleiri upplýsingar hafa ekki fengist frá parinu. Þrátt fyrir að yfirlýsingin sé send í nafni þeirra beggja þykir augljóst að skilnaðurinn sé að frumkvæði Vanessu. Bandarískir miðlar halda því jafnframt fram að um svokallaðan „óvefengjanlegan skilnað“ sé að ræða. Samkvæmt bandarískum réttarvenjum þýðir það að forræði yfir börnunum og skipting eigna þeirra hjóna sé tekin af borðinu í skilnaðarferlinu. Fyrr á þessu ári rötuðu hjónabandsvandræði þeirra Donalds yngri og Vanessu í fjölmiðla. Voru þau ekki síst sögð stafa af tíðum ferðalögum Donalds í starfi sínu og „ást hans á samfélagsmiðlum.“ Þá hefur því jafnframt verið haldið fram að áreitnin sem fylgdi því að Donald Trump eldri tók við embætti forseta, og réði son sinn sem einn sinna helstu ráðgjafa, hafi einnig haft mikil áhrif á sambandið. Þá bætti ekki úr skák að Vanessu var sent hvítt duft í pósti um miðjan febrúar. Varð hún að leita sér aðhlynningar á sjúkrahúsi fyrir vikið. Atvikið er sagt hafa tekið mikið á hana og ennfremur ýtt undir þá skoðun hennar að lífið sem hjónabandinu fylgdi væri ekki fyrir hana.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Sjá meira
Tengdadóttir Donalds Trump flutt á sjúkrahús eftir að hafa borist hvítt duft í pósti Lögreglan í New York greindi frá þessu í yfirlýsingu en þar segir að Vanessa hafi fundið fyrir ógleði eftir að hafa verið í nálægð við duftið. 12. febrúar 2018 18:59