„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 13:09 Johnson lét ummælin um Pútín falla við hlið Jacek Czaputowicz, utanríkisráðherra Póllands, sem fordæmdi einnig athæfi Rússa. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent