Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 10:30 Corbyn hefur ekki viljað ganga eins langt og bresk stjórnvöld í að kenna Rússum um taugaeitursárásina í Salisbury. Vísir/AFP Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Bretar ættu að vara sig á því að hefja nýtt kalt stríð við Rússa áður en öll gögn liggja fyrir um taugaeitursárás á rússneskan fyrrverandi njósnara á Englandi, að sögn Jeremys Corbyn, leiðtoga breska Verkamannaflokksins. Ríkisstjórnin hefur sagt „mjög líklegt“ að Rússar beri ábyrgð á árásinni. Rússneska taugaeitrið Novichok var notað til að eitra fyrir Sergei Skripal, fyrrverandi leyniþjónustumanni frá Rússlandi, og rúmlega þrítugri dóttur hans í bænum Salisbury á Englandi fyrir tæpum tveimur vikum. Feðginin liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi og lögreglumaður veiktist sömuleiðis. Skripal var handtekinn á sínum tíma eftir að hann gaf Bretum upplýsingar um fjölda rússneskra njósnara. Honum var sleppt til Bretlands í fangaskiptum Bandaríkjanna og Rússlands árið 2010. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, skellti skuldinni á rússnesk stjórnvöld í vikunni og tilkynnti um að 23 rússneskir leyniþjónustmenn sem hefðu unnið í landinu á laun yrðu reknir úr landi. Rússar hafa neitað ábyrgð á tilræðinu. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði einnig í gær að útlit væri fyrir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni.Þjóni ekki þjóðaröryggi að hrapa að ályktunumCorbyn hefur hins vegar tekið mun grynnra í árinni. Hann fordæmdi árásina á breska þinginu í vikunni en lét vera að kenna rússneskum stjórnvöldum beint um. Íhaldsmenn gerðu hróp að Corbyn og voru nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins gagnrýnir á afstöðu leiðtogans.May heimsótti Salisbury í gær. Umfangsmikil lögregluaðgerð hefur staðið yfir þar í tvær vikur.Vísir/AFPHann hélt engu að síður uppteknum hætti í grein sem birtist í The Guardian í dag. Sagði hann það ekki þjóna þjóðaröryggi Bretlands að ana áfram í æstu andrúmslofti áður en vísbendingar lægju fyrir. Árásin kallaði fyrst og fremst á ítarlega sakamálarannsókn, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Neitaði hann því að Verkamannaflokkurinn styddi Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og fullyrti að Rússar yrðu að vera látnir sæta afleiðingum ef þeir hefðu staðið að baki tilræðinu. „Það þýðir ekki að við ættum að sætta okkur við „nýtt kalt stríð“ með stigvaxandi útgjöldum í vopn, staðgöngustríðum um allan heim og McCarthy-ískt óþol á andófi,“ skrifaði Corbyn sem gaf í skyn að rússneska mafían gæti hafa staðið að árásinni. Lagði Corbyn til að bresk stjórnvöld létu til skarar skríða gegn rússneskum auðjöfrum sem eiga miklar eignir á Bretlandi. Sagðist hann þó styðja brottvísun ríkisstjórnarinnar á rússneskum útsendurum.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27 Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Beina spjótum sínum að Pútín Vesturveldin segja í sameiginlegri yfirlýsingu að Rússar hafi framið svívirðilegan glæp með því að ráðast á Sergei Skrípal og dóttur. Rússar neita enn sök. 16. mars 2018 06:00
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28
Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Leiðtogi breska Verkamannaflokksins fordæmdi ekki stjórnvöld í Kreml fyrir taugaeiturstilræði í Bretlandi þegar viðbrögð breskra stjórnvalda voru rædd í þinginu í dag. 14. mars 2018 16:27