Bloomberg hættir og styður Biden Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. mars 2020 15:19 Michael Bloomberg kveður sviðið. Getty/Joe Raedle Auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að leggja árar í bát í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, í kjölfar lítillar velgengni á ofurþriðjudeginum svokallaða. Demókratar gengu að kjörborðinu í fjórtán ríkjum í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi hlotið flest atkvæði á Bandarísku Samóaeyjum dugði það ekki til. Líkur hans á því að verða forsetaefni Demókrata urðu að engu eftir gærdaginn. Í yfirlýsingunni segist Bloomberg þó ekki hættur baráttu sinni gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann muni nú leggjast á sveif með Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sjá einnig: Biden snýr við taflinu Bloomberg telur hann líklegastan til að geta steypt Trump af stóli og byggir hann þá skoðun síðan meðal annars á vaskri framgöngu hans í kosningum gærdagsins. Þar að auki hefur fjöldi annarra hófsamra Demókrata lýst yfir stuðningi við Biden á síðustu dögum; t.a.m. Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Beto O'Rourke sem jafnframt eru fyrrverandi forsetaframbjóðendur.Bloomberg segir baráttuna við Trump vera mikilvægasta pólitíska slag sem hann hefði háð til þessa. Því geti hann ekki skorast undan, þó svo að hann ætli sér ekki sjálfur að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Hann hefur varið fleiri hundruð milljónum bandaríkjadala í baráttu sína, sem skilaði litlu. Slök frammistaða í fyrstu sjónvarpskappræðunum og fjöldi ásakana um kynferðislega áreitni er meðal þess sem talið er hafa gengið endanlega af framboði hans dauðu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Auðkýfingurinn Michael Bloomberg hefur ákveðið að leggja árar í bát í baráttunni um útnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í haust. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag, í kjölfar lítillar velgengni á ofurþriðjudeginum svokallaða. Demókratar gengu að kjörborðinu í fjórtán ríkjum í gær. Þrátt fyrir að Bloomberg hafi hlotið flest atkvæði á Bandarísku Samóaeyjum dugði það ekki til. Líkur hans á því að verða forsetaefni Demókrata urðu að engu eftir gærdaginn. Í yfirlýsingunni segist Bloomberg þó ekki hættur baráttu sinni gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta. Hann muni nú leggjast á sveif með Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna. Sjá einnig: Biden snýr við taflinu Bloomberg telur hann líklegastan til að geta steypt Trump af stóli og byggir hann þá skoðun síðan meðal annars á vaskri framgöngu hans í kosningum gærdagsins. Þar að auki hefur fjöldi annarra hófsamra Demókrata lýst yfir stuðningi við Biden á síðustu dögum; t.a.m. Pete Buttigieg, Amy Klobuchar og Beto O'Rourke sem jafnframt eru fyrrverandi forsetaframbjóðendur.Bloomberg segir baráttuna við Trump vera mikilvægasta pólitíska slag sem hann hefði háð til þessa. Því geti hann ekki skorast undan, þó svo að hann ætli sér ekki sjálfur að sækjast eftir útnefningu Demókrataflokksins. Hann hefur varið fleiri hundruð milljónum bandaríkjadala í baráttu sína, sem skilaði litlu. Slök frammistaða í fyrstu sjónvarpskappræðunum og fjöldi ásakana um kynferðislega áreitni er meðal þess sem talið er hafa gengið endanlega af framboði hans dauðu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Biden fær byr í seglin Forval Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum hefur tekið stakkaskiptum á einungis nokkrum dögum. 4. mars 2020 06:32