Smáríkið Ísland peð á taflborði heimsveldanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2019 14:45 Mike Pence lagði ríka áherslu á mikilvægi Íslands í öryggis- og varnarmálum Bandaríkjanna. Vísir Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, telur að heimsókn Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands sé enn ein vísbendingin um að stórveldakapphlaupið sé farið af stað á ný. Smáríki á borð við Ísland séu ekkert nema peð á því taflborði. Heimsveldi á borð við Rússland, Bandaríkin og Kína muni ekki veigra sér við að skáka Íslandi fram og til baka sér í hag. „Þetta var bara mjög áhugaverð heimsókn fyrir svo margra hluta sakir en það er ekki ljóst hvaða þýðingu hún hefur á þessari stundu. Og ég er ekkert viss um að neinn á Íslandi viti nákvæmlega hvað þetta merkir,“ segir Eiríkur sem var fenginn til að greina stöðuna. Hann segir að heimsóknin sé einnig afleiðing þess að Trump-stjórnin hefði dregið saman seglin í alþjóðastofnunum. Bandaríkin vilji nú fremur hafa áhrif með beinum hætti á einstaka lönd í staðinn fyrir að binda samstarfið stofnunum líkt og verið hefur undanfarinn rúman áratug. „Þetta er stórveldakapphlaup, það er komið af stað aftur og þá erum við bara lítið peð á því taflborði og menn munu reyna að skáka okkur fram og til baka sér í hag. Enn það eru engir tilteknir leikir sem maður sér í augnablikinu samt.“En erum við einhvers vísari eftir heimsóknina?„Við lærðum náttúrulega það að Bandaríkjamenn vita ekkert um Ísland. Þeir vita til dæmis ekkert um tengsl okkar við Kína eins og kom bersýnilega í ljós. Þetta er bara dæmi um það að Bandaríkin og önnur þessara stórvelda þau eru ekkert endilega að leggja sig fram við að skilja fínni blæbrigði hjá smærri þjóðum,“ segir Eiríkur og vísar til ummæla Pence um að Ísland hefði afþakkað samstarf við Kína um innviða- og fjárfestingaverkefnið Belti og braut sem er sannarlega ekki raunin. Spurður hversu langt Bandaríkjamenn geti teygt sig án þess að fara út fyrir ramma varnarsamningsins segir Eiríkur að það sé ekki gott að segja. „Það er mjög erfitt að átta sig á því í dag hvað þessi varnarsamningur merkir núorðið. Það fer auðvitað eftir þeim skuldbindingum sem viðsemjendur telja sig bundna af og það er alltaf háð einhverjum túlkunum,“ útskýrir Eiríkur.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur Norðurslóðir Utanríkismál Varnarmál Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30 Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07 Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Fuglaflensa veldur fordæmalausri fækkun fálka Segir lánveitendur með belti, axlabönd og í björgunarbát en neytendur taki áhættuna Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00
Varar við Rússum og Kínverjum Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, voru samskipti Íslands við Kínverja ofarlega í huga á blaðamannafundum í heimsókn sinni hér á landi. Íslendingum var aftur á móti fjölbreytileiki efst í huga. 5. september 2019 07:30
Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. 4. september 2019 21:07
Ísland aldrei mikilvægara á norðurslóðum Í ræðu sinni þakkaði Pence Íslandi fyrir hafna samningum við Kínverja um innviðauppbyggingu þeirra hér á landi. 4. september 2019 18:58