Ólafur Ragnar segir eðlilegt að spenna sé milli ríkja um norðurslóðir Heimir Már Pétursson skrifar 4. september 2019 21:07 Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands. VÍSIR/ANTON Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“ Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti Íslands og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í stjórnmálafræði segir eðlilegt að spenna ríki í samskiptum ríkja varðandi framtíð norðurslóða. En Bandaríkjastjórn hefur verið vægast sagt skeptísk út í stefnu Rússa og Kínverja í málefnum svæðisins. Málin voru rædd við Ólaf Ragnar á ráðstefnu Hringborðs norðurslóða í Shanghæ í Kína fyrr á árinu. „Það liggur í hlutarins eðli vegna þess að það er svo mikið í húfi á norðurslóðum. Við gleymum því stundum, af því að orðalagið; við tölum um Húnavatnssýslu, við tölum um norðurslóðir eins og þær séu lítið svæði. En þetta er í raun og veru hluti af jarðarkringlunni sem er á stærð við Afríku ef það er allt lagt saman. Skiptir miklu máli ekki bara fyrir loftlagsbreytingar heldur fyrir nýtingu auðlinda, fyrir alþjóðlegar siglingaleiðir, fyrir fiskistofnana og í heild fyrir framtíð mannkyns,“ sagði Ólafur Ragnar. „Margir spyrja sjálfa sig hvers vegna hefur Kína svona mikinn áhuga á norðurslóðum og ýmsir leita annarlegra skýringa; þeir séu að leitast eftir heimsyfirráðum, þeir vilji taka yfir landssvæði, þeir vilji kaupa sér aðgang. En þá gleyma menn því að það sem er að gerast í okkar nágrenni, bráðnun á ísnum á hafsvæðunum fyrir norðan Ísland, bráðnun Grænlandsjökuls er að hafa stórfelld áhrif hér í Kína, skapa ofsaveður sem eyðileggja mannvirki, hækka sjávarborð sem ógna borgum eins og Sjanghæ og framtíð Kína. Þannig að eins og þeir hafa sjálfir sagt; ein stærsta öryggisspurning fyrir Kína í framtíðinni er hvað mun gerast varðandi bráðnun íssins á norðurslóðum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vilja friðsamt samstarf þjóða um norðurslóðir. Fyrir fund hans með Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna lá fyrir að varaforsetinn vildi ræða þessi mál við utanríkisráðherrann. Bandaríkjamenn hafa haft uppi stór orð um stefnu Kínverja og Rússa á norðurslóðum og það mátti skilja það á yfirlýsingum úr herbúðum Pence að hann myndi nú gjarnan vilja ræða þau mál við þig. Íslendingar hafa auðvitað sína stefnu varðandi norðurslóðirnar. Rímar stefna Íslendinga og Bandaríkjamanna í þeim efnum? „Sem betur fer hefur verið samstaða um markmiðin í Norðurskautsráðinu. Ég vona að það verði svo sannarlega áfram. Við viljum áfram sjá friðsamt svæði. Við viljum hafa það sjálfbært. Ekki bara umhverfislega heldur einnig efnahagslega og félagslega. Það er mikilvægt að í framtíðinni verði öll starfsemi þar verði byggð á alþjóðalögum og alþjóðasamþykktum.“ Deilir þú áhyggjum með Bandaríkjamönnum á hegðun Rússa og Kínverja eða stefnu þeirra í þessum málum? „Okkar framlag er einfaldlega þetta; að gera hvað við getum til að áfram verði lítil spenna á svæðinu. Það verði friðsamt og sjálfbært. Þannig leggjum við upp okkar vinnu.“
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Kína Ólafur Ragnar Grímsson Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45 Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36 Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. 4. september 2019 19:45
Loftslagsváin og uppbygging Bandaríkjahers í Keflavík „stóru umræðuefnin“ Þá sagði hún ekki standa til að hafna samstarfi við kínverska fjarskiptafyrirtækið Huawei en Pence hvatti íslensk stjórnvöld til þess í dag. 4. september 2019 20:36
Kostnaður við heimsókn Pence liggur ekki fyrir Heimsókn hann til Írlands kostaði lögreglu þar í landi tæpar 700 milljónir króna. 4. september 2019 20:00