Innlent

Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence

Kristín Ólafsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa
Air Force Two, flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli um eittleytið í dag. Varaforsetinn verður hér á landi í sjö klukkutíma.
Air Force Two, flugvél Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna, lenti á Keflavíkurflugvelli um eittleytið í dag. Varaforsetinn verður hér á landi í sjö klukkutíma. hari
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kom til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence.

Hjónin lentu á Keflavíkurflugvelli klukkan 12:45 á vélinni Air Force Two og byrjuðu á því að drekka kaffi með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Elizu Reid, forsetafrú, klukkan 14 í Höfða.

Að kaffidrykkju lokinni með forsetahjónunum tók Pence þátt í viðskiptaþingi í Höfða sem hófst klukkan 14:30.

Rúmum klukkutíma síðar fór varaforsetinn í skoðunarferð um Höfða og hélt þaðan út á varnarsvæðið í Keflavík þar sem hann kynnti sér öryggismál við Norður-Atlantshaf.

Tvíhliða fundur hans með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á Keflavíkurflugvelli hófst lítillega eftir áætlun, eða um klukkan 19, áður en hann og Karen, kona hans, héldu af landi brott tæpum klukkutíma síðar.

Vísir fylgdist grannt með heimsókn Pence og var meðal annars með beinar útsendingar frá Keflavíkurflugvelli og Höfða. Allt það helsta um heimsókn Pence má nálgast í Vaktinni hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×