Lík Díönu prinsessu af Wales, sýndi engin merki þess að hún hefði verið ófrísk. Þetta fullyrti meinafræðingurinn Dr. Robert Chapman fyrir rétti í dag. Dr. Chapman krufði lík Díönu skömmu eftir að hún lést. Hann sagði að kviður hennar og móðurlíf hefðu ekki tekið þeim breytingum sem það myndi gera í ófrískri konu. Chapman viðurkenndi þó að þessar breytingar þyrftu ekki endilega að vera ljósar á fyrstu þremur vikum meðgöngunnar.
Díana var ekki með barni
