Turnbull ýtt til hliðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. ágúst 2018 06:20 Scott Morrison tekur við embætti forsætisráðherra Ástralíu. vísir/getty Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu. Skipun hans er afsprengi hatrammra deilna innan Frjálslynda flokksins um fráfarandi forsætisráðherra, Malcolm Turnbull, sem sakaður var um að bera meginábyrgð á fylgistapi flokksins að undanförnu. Deilurnar voru leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu í nótt, þar sem flokksmenn völdu hver skyldi taka við keflinu af Turnbull. Valið stóð á milli tveggja ráðherra, fyrrnefnds fjármálaráðherra og innanríkisráðherrans Peter Dutton - sem lýst er sem hörðum andstæðingi Turnbull. Morrison hlaut 45 atkvæði gegn 40 atkvæðum Dutton. Turnbull er fjórði forsætisráðherra Ástralíu sem vikið er úr embætti af flokksystkinum sínum á síðastliðnum 10 árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið harða útreið í skoðanakönnunum og héraðskosningum að undanförnu. Spjótin tóku fljótt að beinast að forystumanninum Turnbull sem átti í vök að verjast vegna stefnu sinnar í orkumálum, sem breska ríkisútvarpið segir að hafi stangast á við skoðanir íhaldssamari flokksmanna. Dutton ákvað því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum á þriðjudag, með það fyrir augum að ýta Turnbull til hliðar, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar ljóst var að Turnbull hafði tapað stuðningi margra þungavigtarmanna í flokknum ákvað Morrison einnig að bjóða sig fram. Fráfarandi forsætisráðherra er þá, þegar framboð Morrison kom fram, sagður hafa ákveðið að víkja úr embætti. Morrison tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og gegndi ráðherraembætti innflytjendamála í ríkisstjórn Tony Abbot. Hann fékk bæði lof og last fyrir að framfylgja harðri stefnu í málaflokknum. Þrátt fyrir að höfða til hófsamra stuðningsmanna Frjálslyndra er Morrison jafnframt sagður vera einn helsti leiðtogi kristilega arms flokksins, en á síðasta ári setti hann sig til að mynda upp á móti frumvarpi um lögleiðingu samkynja hjónabanda. Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Fjármálaráðherrann Scott Morrison var í nótt gerður að forsætisráðherra Ástralíu. Skipun hans er afsprengi hatrammra deilna innan Frjálslynda flokksins um fráfarandi forsætisráðherra, Malcolm Turnbull, sem sakaður var um að bera meginábyrgð á fylgistapi flokksins að undanförnu. Deilurnar voru leiddar til lykta með atkvæðagreiðslu í nótt, þar sem flokksmenn völdu hver skyldi taka við keflinu af Turnbull. Valið stóð á milli tveggja ráðherra, fyrrnefnds fjármálaráðherra og innanríkisráðherrans Peter Dutton - sem lýst er sem hörðum andstæðingi Turnbull. Morrison hlaut 45 atkvæði gegn 40 atkvæðum Dutton. Turnbull er fjórði forsætisráðherra Ástralíu sem vikið er úr embætti af flokksystkinum sínum á síðastliðnum 10 árum. Frjálslyndi flokkurinn hefur fengið harða útreið í skoðanakönnunum og héraðskosningum að undanförnu. Spjótin tóku fljótt að beinast að forystumanninum Turnbull sem átti í vök að verjast vegna stefnu sinnar í orkumálum, sem breska ríkisútvarpið segir að hafi stangast á við skoðanir íhaldssamari flokksmanna. Dutton ákvað því að bjóða sig fram til formennsku í flokknum á þriðjudag, með það fyrir augum að ýta Turnbull til hliðar, en varð ekki kápan úr því klæðinu. Þegar ljóst var að Turnbull hafði tapað stuðningi margra þungavigtarmanna í flokknum ákvað Morrison einnig að bjóða sig fram. Fráfarandi forsætisráðherra er þá, þegar framboð Morrison kom fram, sagður hafa ákveðið að víkja úr embætti. Morrison tók fyrst sæti á þingi árið 2007 og gegndi ráðherraembætti innflytjendamála í ríkisstjórn Tony Abbot. Hann fékk bæði lof og last fyrir að framfylgja harðri stefnu í málaflokknum. Þrátt fyrir að höfða til hófsamra stuðningsmanna Frjálslyndra er Morrison jafnframt sagður vera einn helsti leiðtogi kristilega arms flokksins, en á síðasta ári setti hann sig til að mynda upp á móti frumvarpi um lögleiðingu samkynja hjónabanda.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17 Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16 Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Líkamsárás við skemmtistað Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Forsætisráðherra Ástralíu gefst upp á loftslagsstefnu Uppgjöf ráðherrans er talin hafa veikt pólitíska stöðu hans enn frekar. Flokkur hans hefur nauman þingmeirihluta og er í basli í skoðanakönnunum. 20. ágúst 2018 10:17
Harðlínumaður gæti velt forsætisráðherra Ástralíu úr stóli Líkurnar á að Ástralir grípi til aðgerða í loftslagsmálum eru ekki taldar aukast ef Petter Dutton leggur Malcom Turnbull í leiðtogakjöri hjá Frjálslynda flokknum. 22. ágúst 2018 11:16
Turnbull áfram formaður Staða Turnbull er þó enn talin nokkuð viðkvæm og alls óvíst hvort hann nái að halda í formennskuna mikið lengur. 21. ágúst 2018 07:30