Útlit fyrir nokkuð jöfn skipti hjá Demókrötum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 3. mars 2020 18:30 Svona gætu niðurstöðurnar orðið samkvæmt FiveThirtyEight. Bernie með sjö ríki, Biden sex og svo annar hvor þeirra með eitt stykki Texas í viðbót. Vísir/Hafsteinn Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. Kosningaspá tölfræðivefsins FiveThirtyEight sýnir þessa stöðu. Sanders er talinn sigurstranglegastur í sjö ríkjum og Biden sex. Þeir eru svo álíka líklegir í Texas. Auk ríkjanna fjórtán fer fram forval á landsvæðinu Ameríska Samóa. Þar eru Biden og Sanders einnig taldir jafnsigurstranglegir. Auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem hefur varið hundruðum milljóna dala úr eigin vasa í kosningabaráttuna, og Elizabeth Warren öldungadeildarþingmaður teljast hvergi sigurstranglegust. Frambjóðendahópurinn hefur minnkað nokkuð frá því Biden vann í Suður-Karólínu á laugardag. Tom Steyer athafnamaður, Amy Klobuchar öldungadeildarþingmaður og Pete Buttigieg borgarstjóri eru hætt. Klobuchar og Buttigieg lýstu yfir stuðningi við Biden. Enn er of snemmt að segja hvaða áhrif þetta hefur á forvalið. Þó er ljóst að fjarvera þessara þriggja frambjóðenda gerir það líklegra að Bloomberg og Warren nái yfir fimmtán prósenta þröskuldinn í fleiri ríkjum, og uppfylli þannig skilyrði fyrir því að vinna sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata. Það eru þeir fulltrúar sem sjá formlega um að útnefna frambjóðanda. Keppst er um þriðjung allra landsfundarfulltrúa í dag og gætu línurnar verið farnar að skýrast enn frekar þegar niðurstöður liggja fyrir í nótt. Fyrstu ríkin til að kynna niðurstöður munu væntanlega gera það upp úr miðnætti. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Fjórtán ríki greiða atkvæði í forvali Demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarnar í dag. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, og Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður eru sigurstranglegastir. Kosningaspá tölfræðivefsins FiveThirtyEight sýnir þessa stöðu. Sanders er talinn sigurstranglegastur í sjö ríkjum og Biden sex. Þeir eru svo álíka líklegir í Texas. Auk ríkjanna fjórtán fer fram forval á landsvæðinu Ameríska Samóa. Þar eru Biden og Sanders einnig taldir jafnsigurstranglegir. Auðjöfurinn Mike Bloomberg, sem hefur varið hundruðum milljóna dala úr eigin vasa í kosningabaráttuna, og Elizabeth Warren öldungadeildarþingmaður teljast hvergi sigurstranglegust. Frambjóðendahópurinn hefur minnkað nokkuð frá því Biden vann í Suður-Karólínu á laugardag. Tom Steyer athafnamaður, Amy Klobuchar öldungadeildarþingmaður og Pete Buttigieg borgarstjóri eru hætt. Klobuchar og Buttigieg lýstu yfir stuðningi við Biden. Enn er of snemmt að segja hvaða áhrif þetta hefur á forvalið. Þó er ljóst að fjarvera þessara þriggja frambjóðenda gerir það líklegra að Bloomberg og Warren nái yfir fimmtán prósenta þröskuldinn í fleiri ríkjum, og uppfylli þannig skilyrði fyrir því að vinna sér inn fulltrúa á landsfund Demókrata. Það eru þeir fulltrúar sem sjá formlega um að útnefna frambjóðanda. Keppst er um þriðjung allra landsfundarfulltrúa í dag og gætu línurnar verið farnar að skýrast enn frekar þegar niðurstöður liggja fyrir í nótt. Fyrstu ríkin til að kynna niðurstöður munu væntanlega gera það upp úr miðnætti.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira