„Íslenskir stjórnmálamenn eru á meðal best launuðu stjórnmálamanna í heimi“ Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 11. mars 2018 15:55 „Íslenskir stjórnmálamenn eru á meðal best launuðu stjórnmálamanna í heimi. Sem er alveg ótrúlegt fyrir ríflega þrjú hundruð þúsund manna þjóðfélag. “ Þetta sagði Eiríkur Bergmann í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Eiríkur bætti við að laun stjórnmálamanna hér á landi hafi hækkað umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.Stundin birti í dag samantekt þar sem fram kemur að íslenskir þingmenn fái hærra þingfararkaup en þingmenn í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Laun íslenskra þingmanna eru þó svipuð og hjá frændum okkar í Danmörku, talsvert lægri en hjá Bretum og mun lægri en tíðkast í Þýskalandi. Þingfararkaup á íslandi var 1.101.194 þúsund krónur á mánuði í janúar 2018 en það var hækkað um 44 prósent í einu vetfangi í október 2016.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurUmrót innan verkalýðshreyfingarinnar skrifist á hækkun kjara ríkisvaldsins Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Stefanía Óskarsdóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun en þau ræddu meðal annars um verkalýðshreyfinguna, launakjör og efnahagsmál. Stefanía og Eiríkur ræddu til að mynda hið svokallaða norræna vinnumarkaðsmódel, sem felur í sér sameinaða verkalýðshreyfingu og sameinaða atvinnurekendur. Stefanía og Eiríkur telja að grafið hafi verið undan þessu samráðskerfi. „Það hefur verið dregin upp ákveðin glansmynd af þessu vinnumarkaðsmódeli hér á Íslandi en það hefur verið að gefa eftir á Norðurlöndunum á síðustu áratugum, meðal annars vegna þess að það er minni þátttaka í verkalýðshreyfingunni og hún hefur verið meira ósamstíga en hún var um þessa kosti og á móti kemur að hagkerfinu eru miklu opnari en þau voru í gamla daga. Þannig að það gefur minna í aðra hönd fyrir verkalýðshreyfinguna að semja við ríkið en það gerði, vegna þess að ríkið hefur ekki sömu bjargirnar til að skaffa og atvinnurekendurnir eru oft alþjóðlegir og eru ekki endilega að endurfjárfesta í hagkerfinu innanlands,“ segir Stefanía. Eiríkur telur að aðrir þættir hafi einnig verið þess valdandi að grafið hefur undan samráðskerfinu. „Það er athyglisvert að velta fyrir sér að þegar verkalýðshreyfingin fer í þessa vegferð, fer inn í þetta SALEK-kerfi, samráðskerfið og allt það, þá fylgja aðrir þættir ekki almennilega eftir. Á þessu tímabili frá 1990 og til dagsins í dag þá hefur verið alveg feikilegt hagvaxtarskeið á Íslandi,“ segir Eiríkur. „Hins vegar eru stórir hópar sem hafa setið eftir,“ bætir hann við. „Einhverra hluta vegna hefur ríkisvaldið, hið opinbera í heild sinni, ekki hugað að því að lyfta almennilega upp þeim sem eru lægst launaðir,“ segir Eiríkur. Hann telur að táknrænt séð hafi aðgerðir Kjaradóms og stjórnvalda skemmt ferlið endanlega. Hann vill jafnframt meina að sigurganga byltingaraflanna innan verkalýðshreyfingarinnar nú að undanförnu skrifist að mörgu leyti á aðgerðir ríkisvaldsins hvað varðar eigin kjör. Eiríkur telur að vinnubrögð Kjaradóms líti ekki vel út, að minnsta kosti ekki út á við. „Það er einhver víxlverkun á milli Kjaradóms, sem fær alla þá hækkun til sjálfs sín sem þau vilja inni í nefndinni, og svo hækka þau laun stjórnmálamanna. Þetta kann allt að vera málefnalegt en þetta lítur alveg feikilega illa út,“ sagði Eiríkur og bætti við að hann teldi að vegna þessa hefði ríkisvaldið hefði aldrei farið með verkalýðshreyfingunni almennilega inn í þetta nýja vinnumarkaðsmál. Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
„Íslenskir stjórnmálamenn eru á meðal best launuðu stjórnmálamanna í heimi. Sem er alveg ótrúlegt fyrir ríflega þrjú hundruð þúsund manna þjóðfélag. “ Þetta sagði Eiríkur Bergmann í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Eiríkur bætti við að laun stjórnmálamanna hér á landi hafi hækkað umfram það sem gengur og gerist í nágrannalöndunum.Stundin birti í dag samantekt þar sem fram kemur að íslenskir þingmenn fái hærra þingfararkaup en þingmenn í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi. Laun íslenskra þingmanna eru þó svipuð og hjá frændum okkar í Danmörku, talsvert lægri en hjá Bretum og mun lægri en tíðkast í Þýskalandi. Þingfararkaup á íslandi var 1.101.194 þúsund krónur á mánuði í janúar 2018 en það var hækkað um 44 prósent í einu vetfangi í október 2016.Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur.Vísir/HörðurUmrót innan verkalýðshreyfingarinnar skrifist á hækkun kjara ríkisvaldsins Stjórnmálafræðingarnir Eiríkur Bergmann og Stefanía Óskarsdóttir voru gestir Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun en þau ræddu meðal annars um verkalýðshreyfinguna, launakjör og efnahagsmál. Stefanía og Eiríkur ræddu til að mynda hið svokallaða norræna vinnumarkaðsmódel, sem felur í sér sameinaða verkalýðshreyfingu og sameinaða atvinnurekendur. Stefanía og Eiríkur telja að grafið hafi verið undan þessu samráðskerfi. „Það hefur verið dregin upp ákveðin glansmynd af þessu vinnumarkaðsmódeli hér á Íslandi en það hefur verið að gefa eftir á Norðurlöndunum á síðustu áratugum, meðal annars vegna þess að það er minni þátttaka í verkalýðshreyfingunni og hún hefur verið meira ósamstíga en hún var um þessa kosti og á móti kemur að hagkerfinu eru miklu opnari en þau voru í gamla daga. Þannig að það gefur minna í aðra hönd fyrir verkalýðshreyfinguna að semja við ríkið en það gerði, vegna þess að ríkið hefur ekki sömu bjargirnar til að skaffa og atvinnurekendurnir eru oft alþjóðlegir og eru ekki endilega að endurfjárfesta í hagkerfinu innanlands,“ segir Stefanía. Eiríkur telur að aðrir þættir hafi einnig verið þess valdandi að grafið hefur undan samráðskerfinu. „Það er athyglisvert að velta fyrir sér að þegar verkalýðshreyfingin fer í þessa vegferð, fer inn í þetta SALEK-kerfi, samráðskerfið og allt það, þá fylgja aðrir þættir ekki almennilega eftir. Á þessu tímabili frá 1990 og til dagsins í dag þá hefur verið alveg feikilegt hagvaxtarskeið á Íslandi,“ segir Eiríkur. „Hins vegar eru stórir hópar sem hafa setið eftir,“ bætir hann við. „Einhverra hluta vegna hefur ríkisvaldið, hið opinbera í heild sinni, ekki hugað að því að lyfta almennilega upp þeim sem eru lægst launaðir,“ segir Eiríkur. Hann telur að táknrænt séð hafi aðgerðir Kjaradóms og stjórnvalda skemmt ferlið endanlega. Hann vill jafnframt meina að sigurganga byltingaraflanna innan verkalýðshreyfingarinnar nú að undanförnu skrifist að mörgu leyti á aðgerðir ríkisvaldsins hvað varðar eigin kjör. Eiríkur telur að vinnubrögð Kjaradóms líti ekki vel út, að minnsta kosti ekki út á við. „Það er einhver víxlverkun á milli Kjaradóms, sem fær alla þá hækkun til sjálfs sín sem þau vilja inni í nefndinni, og svo hækka þau laun stjórnmálamanna. Þetta kann allt að vera málefnalegt en þetta lítur alveg feikilega illa út,“ sagði Eiríkur og bætti við að hann teldi að vegna þessa hefði ríkisvaldið hefði aldrei farið með verkalýðshreyfingunni almennilega inn í þetta nýja vinnumarkaðsmál.
Tengdar fréttir Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27 Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. 10. mars 2018 14:27
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33
Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Ragnar Þór Ingólfsson telur framtíð kjarasamninga ráðist í kvöld. 27. febrúar 2018 11:30
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent