Ragnar Þór um ASÍ: Hallarbyltingin hefur þegar átt sér stað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2018 14:27 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Stefán Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag. Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ekki sé þörf á hallarbyltingu innan ASÍ, hún hafi nú þegar átt sér stað. Þó þurfi að skipta um forystu til þess að ná fram breytingum innan sambandsins. „Við þurfum svo sem enga hallarbyltingu þar inni, hún hefur í rauninin átt sér stað. Það eru fjögur félög, Framsýn á Húsavík, Verkalýðsfélag Akraness, Efling og svo VR, sem að mynda 53 prósent af ASÍ þannig að hallarbyltingin hefur nú þegar átt sér stað,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Hann, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar hittust í gær á fundi til að stilla saman strengi sína. Segir Ragnar Þór að stefnt sé að því að þessir fundir verði vikulegir. Ragnar segir að sigur hans í formannskjöri VR, sem og sigur Sólveigar Önnu í eflingu sýni að verkalýðshreyfingin sé að kalla á breytingar á ASÍ.Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ.Vísir/Vilhelm„Það er klárt mál að þetta kallar á ákveðnar breytingar þá innan ASÍ. Við erum að tala um þau málefni sem við höfum verið að ræða einna helst, verðtrygginguna, vextina, húsnæðismálin. Bara vaxtamálin hafa bara ekki komist á dagskrá vegna þess að það er bara til ein leið ASÍ að lægra vaxtarstigi og afnámi verðtryggingar,“ sagði Ragnar Þór. Undir stjórn Ragnars Þórs hefur VR hafið undirbúning að úrsögn úr ASÍ en sagði hann í Víglínunni að eftir sigur Sólveigar Önnu væri hann til að endurskoða þá afstöðu. Tækifæri væri að myndast til að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. „Ég held reyndar að með þessum sigri Sólveigar sé að myndast færi hjá stéttarfélögunum að einmitt, þétta raðirnar og standa saman í kringum þessa niðurstöðu. Þetta er gullið tækifæri fyrir okkur í hreyfingunni að standa þétt saman um þessa niðurstöðu,“ sagði Ragnar Þór. Til þess væri þó þörf á breytingum og að forysta ASÍ þyrfti að víkja. Aðspurður hvort að verið væri að leggja drög að því að fella Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ, úr stóli sagði Ragnar að slíkt hefði þó ekki verið rætt sérstaklega. „Það þarf að skipta út fólki í forystunni til þess að ná þessum nýja tón og breytingum fram sem að fólki er að kalla eftir,“ sagði Ragnar Þór í Víglínunni í dag.
Kjaramál Tengdar fréttir Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00 VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Sjá meira
Nýkjörinn formaður boðar breytta tíma Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, hefur ekki kynnt sér eigin launakjör sem forystumaður í verkalýðshreyfingunni. Hún boðar breytingar í verkalýðsbaráttunni. Segir yfirburði framboðs síns hafa komið á óvart. 8. mars 2018 06:00
VR vill segja upp kjarasamningum: „Einfaldlega verið að hafa okkur að fíflum“ Stjórnar- og trúnaðarráð VR lítur svo á að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að öllu óbreyttu beri að segja þeim upp. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundi ráðsins í kvöld. 27. febrúar 2018 21:30