Verkalýðsleiðtogi segir yfirgengilegt og blöskranlegt launaskrið í efstu lögum Jakob Bjarnar skrifar 27. febrúar 2018 11:30 Ragnar Þór segir launahækkanir þeirra sem eru í efstu lögum blöskranlegar og vonast eftir umboði í kvöld til að segja kjarasamningum upp. Nú skal látið sverfa til stáls. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur framtíð kjarasamninga ráðast í kvöld en þá verður haldinn trúnaðarráðsfundur. Ragnar vonast til að fá umboð til að segja kjarasamningum upp á þeim fundi. Ragnar Þór var í Bítinu í morgun og var ómyrkur í máli, en tilefni samtalsins var frétt Fréttablaðsins frá í morgun, um miklar launahækkanir innan fjármálakerfisins. Sem koma honum ekki á óvart. „Nei, þetta kemur okkur ekki á óvart. Þessi taumlausa misskipting í okkar þjóðfélagi. Hún er að aukast. Hér er um kunnugleg teikn á lofti. Við höfum séð þetta allt áður, hvernig þetta er að þróast. Fjármálakerfið reynir að toga sig upp í einhverju alþjóðlegu samhengi. Síðan koma allir á eftir og reyna að toga sig upp að fjármálakerfinu.“Kjaradómur, fjármálakerfið, Landsvirkjun... Ragnar bendir á fyrirliggjandi umdeildan úrskurð kjararáðs um hækkun ráðherra, alþingismanna og æðstu ráðamanna ríkisins. Og í morgun greindi RÚV frá verulegum launahækkunum meðal æðstu stjórnenda Landsvirkjunar, um alls 45 prósent. Nánast er sama hvert litið er, þeir sem hæst hafa launin hafa verið að hækka þau upp úr öllu valdi. Á meðan tala Samtök atvinnulífsins og stjórnmálamenn um nauðsyn þess að stöðugleikanum sé ekki raskað. „Það er ýmislegt sem við erum að safna saman í sarpinn fyrir næstu kjarasamningalotu. Og þetta mál í rauninni og fréttir um launaskrið í fjármálageiranum mun svo sannarlega hjálpa okkur, til dæmis á fundinum í kvöld, við að taka ákvörðun um uppsögn kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi var sömuleiðis öskureiður í útvarpsviðtali í Harmageddon í morgun, af sama tilefni.Ragnar segir að það gangi illa að koma böndum á launahækkanir toppanna, erfitt er að koma böndum á sjálftöku og græðgi. Þar hefur allt fengið að leika lausum hala.Gengur erfiðlega að koma böndum á skefjalausa græðgina „Þegar við fórum í það á sínum tíma að setja launaþak á framkvæmdastjóra launasjóð íslenskra verslunarmanna, til dæmis, síðan þá hefur launaskriðið þar verið með ólíkindum. Og hann er kominn með 40 milljónir í laun á ári. Það má ekki líta af kerfinu þá byrjar það, þarf miklu meira aðhald,“ sagði Ragnar. Hann nefndi blekkingarleik sem haldið er að almenningi varðandi kaupmátt og svo prósentuhækkanir launa. Nefndi í því sambandi fréttir af forstjóra ríkisfyrirtækis sem hækkaði úr 1,7 milljón í 2,5 milljónir í launum á mánuði á síðasta ári.„Eða um 45 prósent. Ef við hækkum lægstu launin um 45 prósent gerir það 125 þúsund krónur. En hjá forstjóra ríkisfyrirtækis þá er það 800 þúsund krónur á mánuði. Yfir fimmföld sem við sjáum gerast hjá hinum lægst launuðu. Samt er verið að halda því fram að þessir tveir einstaklingar séu með sama kaupmátt. Ef ég hækka um 45 prósent í launum hækka ég um hálfa milljón.“Lítil eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grundu Ragnar gefur lítið fyrir allt tal um að samkeppni um hæft fólk innan fjármálakerfisins. „Ég hef ekki tekið eftir mikilli eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grund. Miðað við þessar fréttir um þessi heildarlaun, 26 lykilstjórnenda bankanna, upp á ríflega milljarð á síðasta ári að þetta er náttúrlega svo galið og svo yfirgengilegt í svona litlu samfélagi og svo litlu landi. Og sýnir náttúrlega hversu brjálæðisleg yfirbyggingin er á fjármálakerfi sem er ekki að framleiða nein verðmæti fyrir samfélagið heldur okra á almenningi. Eina orðið sem ég kann yfir það.“ Kjaramál Tengdar fréttir Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur framtíð kjarasamninga ráðast í kvöld en þá verður haldinn trúnaðarráðsfundur. Ragnar vonast til að fá umboð til að segja kjarasamningum upp á þeim fundi. Ragnar Þór var í Bítinu í morgun og var ómyrkur í máli, en tilefni samtalsins var frétt Fréttablaðsins frá í morgun, um miklar launahækkanir innan fjármálakerfisins. Sem koma honum ekki á óvart. „Nei, þetta kemur okkur ekki á óvart. Þessi taumlausa misskipting í okkar þjóðfélagi. Hún er að aukast. Hér er um kunnugleg teikn á lofti. Við höfum séð þetta allt áður, hvernig þetta er að þróast. Fjármálakerfið reynir að toga sig upp í einhverju alþjóðlegu samhengi. Síðan koma allir á eftir og reyna að toga sig upp að fjármálakerfinu.“Kjaradómur, fjármálakerfið, Landsvirkjun... Ragnar bendir á fyrirliggjandi umdeildan úrskurð kjararáðs um hækkun ráðherra, alþingismanna og æðstu ráðamanna ríkisins. Og í morgun greindi RÚV frá verulegum launahækkunum meðal æðstu stjórnenda Landsvirkjunar, um alls 45 prósent. Nánast er sama hvert litið er, þeir sem hæst hafa launin hafa verið að hækka þau upp úr öllu valdi. Á meðan tala Samtök atvinnulífsins og stjórnmálamenn um nauðsyn þess að stöðugleikanum sé ekki raskað. „Það er ýmislegt sem við erum að safna saman í sarpinn fyrir næstu kjarasamningalotu. Og þetta mál í rauninni og fréttir um launaskrið í fjármálageiranum mun svo sannarlega hjálpa okkur, til dæmis á fundinum í kvöld, við að taka ákvörðun um uppsögn kjarasamninga,“ segir Ragnar Þór. Vilhjálmur Birgisson, verkalýðsleiðtogi var sömuleiðis öskureiður í útvarpsviðtali í Harmageddon í morgun, af sama tilefni.Ragnar segir að það gangi illa að koma böndum á launahækkanir toppanna, erfitt er að koma böndum á sjálftöku og græðgi. Þar hefur allt fengið að leika lausum hala.Gengur erfiðlega að koma böndum á skefjalausa græðgina „Þegar við fórum í það á sínum tíma að setja launaþak á framkvæmdastjóra launasjóð íslenskra verslunarmanna, til dæmis, síðan þá hefur launaskriðið þar verið með ólíkindum. Og hann er kominn með 40 milljónir í laun á ári. Það má ekki líta af kerfinu þá byrjar það, þarf miklu meira aðhald,“ sagði Ragnar. Hann nefndi blekkingarleik sem haldið er að almenningi varðandi kaupmátt og svo prósentuhækkanir launa. Nefndi í því sambandi fréttir af forstjóra ríkisfyrirtækis sem hækkaði úr 1,7 milljón í 2,5 milljónir í launum á mánuði á síðasta ári.„Eða um 45 prósent. Ef við hækkum lægstu launin um 45 prósent gerir það 125 þúsund krónur. En hjá forstjóra ríkisfyrirtækis þá er það 800 þúsund krónur á mánuði. Yfir fimmföld sem við sjáum gerast hjá hinum lægst launuðu. Samt er verið að halda því fram að þessir tveir einstaklingar séu með sama kaupmátt. Ef ég hækka um 45 prósent í launum hækka ég um hálfa milljón.“Lítil eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grundu Ragnar gefur lítið fyrir allt tal um að samkeppni um hæft fólk innan fjármálakerfisins. „Ég hef ekki tekið eftir mikilli eftirspurn eftir íslenskum bankamönnum á erlendri grund. Miðað við þessar fréttir um þessi heildarlaun, 26 lykilstjórnenda bankanna, upp á ríflega milljarð á síðasta ári að þetta er náttúrlega svo galið og svo yfirgengilegt í svona litlu samfélagi og svo litlu landi. Og sýnir náttúrlega hversu brjálæðisleg yfirbyggingin er á fjármálakerfi sem er ekki að framleiða nein verðmæti fyrir samfélagið heldur okra á almenningi. Eina orðið sem ég kann yfir það.“
Kjaramál Tengdar fréttir Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Sjá meira
Laun lykilstjórnenda bankanna þriggja 1.000 milljónir í fyrra Lykilstjórnendur stóru viðskiptabankanna þriggja fengu samanlagt rúman einn milljarð króna í laun, hlunnindi og árangurstengdar greiðslur á síðasta ári. Bankastjóri Arion banka með ríflega 5,9 milljónir á mánuði. 27. febrúar 2018 06:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent