Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 15:33 Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, ritaði bréf og óskaði eftir launahækkun. vísir/valli Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira