Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2018 15:33 Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, ritaði bréf og óskaði eftir launahækkun. vísir/valli Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna. Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira
Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. Lögum samkvæmt er það fjármálaráðherra sem ákveður laun ráðsins en launahækkunin sem beðið var um var upp á 7,3 prósent að því er fram kemur í frétt Kjarnans um málið. Óskað var eftir því að hækkunin yrði afturvirk til 1. ágúst 2017. Þar segir að Jónas Þór Guðmundsson, formaður kjararáðs, hafi þann 14. september 2017 sent bréf til fjármálaráðuneytisins og óskað eftir launahækkuninni. Daginn eftir sprakk ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rökin fyrir launahækkuninni voru þau að laun kjararáðs hefðu ekki hækkað frá því sumarið 2016. Mánaðarleg launavísitala hefði hins vegar hækkað um áðurnefnda prósentutölu, 7,3 prósent, frá síðustu launahækkun kjararáðs. Að því er fram kemur í frétt Kjarnans var bréfinu ekki svarað í rúman tvo og hálfan mánuð. Á meðan lá ósvarað í ráðuneytinu fóru fram kosningar og þann 30. nóvember 2017 tók ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur við. Bjarni Benediktsson varð þá fjármála-og efnahagsráðherra. Sex dögum eftir að ný ríkisstjórn tók við, eða þann 6. desember, fékk Jónas svarbréf frá ráðuneytinu þar sem fallist var á beiðni hans um launahækkun og að hún yrði afturvirk frá 1. ágúst 2017. Kjararáð er langt frá því að vera óumdeilt enda hafa úrskurðir þess um launahækkanir æðstu embættis-og ráðamanna sætt mikilli gagnrýni undanfarin misseri. Í janúar skipaði ríkisstjórnin starfshóp um málefni kjararáðs sem skilaði svo skýrslu um miðjan febrúar.Taldi starfshópurinn margt mæla með gjörbreytingu á fyrirkomulagi á kjararáði. Lagði hópurinn þannig til að í meginatriðum verði hætt að úrskurða um laun æðstu manna samfélagsins eftir óskýrum viðmiðunum. Launafjárhæðir eiga að vera aðgengilegar og auðskiljanlegar almenningi og einnig þeim sem störfunum gegna.
Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Fleiri fréttir Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Sjá meira