Erlent

Tilraun til ráns í miðju sjónvarpsviðtali um glæpi

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Maðurinn náði ekki taki á festinni og hljóp áfram. Sá sem tók viðtalið reyndi að ná manninum en mistókst.
Maðurinn náði ekki taki á festinni og hljóp áfram. Sá sem tók viðtalið reyndi að ná manninum en mistókst.
Þjófur gerði tilraun til þess að ná gullfesti af hálsi konu sem var í miðju sjónvarpsviðtali í borginni Rio de Janeiro í Brasilíu. Það sem vekur sérstaka athygli við atvikið er að konan var í viðtali þar sem verið var að spyrja hana út í skort á löggæslu í borginni.

Maðurinn náði ekki taki á festinni og hljóp áfram. Sá sem tók viðtalið reyndi að ná manninum en mistókst.

Heimsmeistaramótið í fótbolta verður haldið í Rio næsta sumar. Aukin glæpatíðni í borginni hefur valdið yfirvöldum þar og íbúum áhyggjum. Yfirvöld í landinu hafa sent alríkissveit til þess að taka á vandanum.

Það eru ekki bara þjófnaðarbrot sem hafa aukist heldur hefur ofbeldi færst í aukana. Í ágúst síðastliðnum voru 406 morð í borginni og í næsta nágrenni við hana en það er 40 prósenta aukning frá því árinu áður.

Hér að neðan má sjá myndband af þjófnaðartilrauninni: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×