Erlent

Reyndi að kasta skó í Hillary Clinton

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AP
Kona var færð í gæsluvarðhald í gær eftir að hafa kastað skó að Hillary Clinton á ráðstefnu í Las Vegas. Skömmu eftir að hún hóf ræðu sína á ráðstefnu samtakanna Institute of Scrap Recycling industries.

Hún varð ekki fyrir skónum og gerði grín að atvikinu samkvæmt AP fréttaveitunni.

Clinton sagðist ekki hafa vitað að endurvinnslumálefni væru svo umdeild og þakkaði fyrir að konan spilaði ekki hafnabolta eins og hún sjálf.

Áhorfendur fögnuðu með lófaklappi þegar Clinton hélt ræðu sinni áfram.

Konan á yfir höfði sér ákæru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×