Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kjartan Kjartansson skrifar 8. maí 2020 10:47 Tara Reade, sem nú er 56 ára gömul, vann á skrifstofu Biden þegar hann var öldungadeildarþingmaður Delaware árið 1993. Hún fullyrðir að hann hafi ráðist á sig kynferðislega í húsakynnum þingsins. Hann hafnar því að atvikið hafi átt sér stað. AP/Donald Thompson Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. Douglas Wigdor, lögmaður Töru Reade, segir AP-fréttastofunni að hann fái ekki greitt fyrir störf sín fyrir hana eins og sakir standa en fyrirtæki hans hafnaði því að pólitískar ástæður væru fyrir því að hann hefði ákveðið að taka við máli hennar. Nær öruggt er að Biden verði forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Lögmaðurinn hefur einnig unnið fyrir sex konur sem saka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisbrot. Hann hefur einnig komið fram fyrir hönd starfsmanna Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar sem héldu því fram að þeim hefði verið mismunað í starfi á grundvelli kynferðis eða kynþáttar. Widgor lét 55.000 dollara, jafnvirði rúmra átta milljóna króna, af hendi rakna í kosningasjóð Trump árið 2016. Hann hefur einnig gefið tugi þúsunda dollara til demókrata í New York-ríki. Þegar Christine Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem þá var hæstaréttardómaraefni Trump, um nauðgun árið 2018 kom Wigdor henni til varnar í fjölmiðlum. Biden lofaði að virða persónulegt rými fólks betur eftir að hópur kvenna steig fram í fyrra og lýsti því að hann hefði látið þeim líða óþægilega með snertingu.Vísir/Getty Skorar á Biden að axla ábyrgð og hætta í framboði Reade sakar Biden um að hafa ýtt sér upp að vegg og rennt fingri sínum inn í kynfæri hennar þegar hún vann á skrifstofu þáverandi öldungadeildarþingmannsins árið 1993. Biden fullyrðir að atvikið sem Reade lýsir hafi aldrei átt sér stað. Eftir að Biden tjáði sig um ásakanir Reade í fyrsta skipti í síðustu viku hætti hún við viðtöl sem hún hafði fallist á við CNN og fleiri bandaríska fjölmiðla. Hún veitti hins vegar Megyn Kelly, fyrrverandi sjónvarpskonu Fox News og NBC, viðtal sem var birt í gær og lýsti þar atvikinu í meiri smáatriðum en hún hefur áður gert. Fullyrti Reade að Biden hefði kysst sig á hálsinn og sagt henni að hann vildi stunda kynlíf með henni á grófan hátt. Þegar hún streittist á móti eftir að hann hefði farið með höndina inn fyrir föt hennar og brotið á henni segir Reade að Biden hafi sagt að hann héldi að henni líkaði við hann. „Hann benti á mig og sagði „Þú ert ekkert fyrir mér. Þú ert ekkert“,“ sagði Reade. Biden ítrekaði í gær að atvikið hefði aldrei átt sér stað. Reade hvatti hann í viðtalinu til að axla ábyrgð og draga framboð sitt til baka. Talaði ekki um kynferðislega árás í fyrra Upphaflega var Reade ein átta kvenna sem stigu fram í fyrra og lýstu því að Biden hefði látið þeim líða óþægilega með því að snerta þær. Hann brást við með því að lofa að virða persónulegt rými fólks betur í framtíðinni. Á þeim tíma tók Reade sérstaklega fram að hún liti ekki á það sem Biden gerði sem kynferðislega áreitni. „Ég var ekki hrædd við hann, að hann væri að fara með mig inn í herbergi eða neitt. Það var ekki þannig stemming,“ sagði Reade þá við AP-fréttastofuna sem birti viðtalið ekki á sínum tíma þar sem fréttamönnum tókst ekki að staðfesta ásakanir Reade. Fyrr á þessu ári, um það leyti sem ljóst varð að Biden yrði frambjóðandi demókrata, fullyrti Reade hins vegar að Biden hefði ráðist á sig kynferðislega fyrir að verða þrjátíu árum. Sagðist hún ekki hafa sagt frá árásinni strax af ótta við viðbrögðin og að hún væri enn að glíma við afleiðingar árásarinnar. Hún hefur vísað á fjölskyldu og vini sem staðfesta sumir að hún hafi rætt við þá um ýmist óþægilegar snertingar Biden sem aðrar konur hafa lýst eða kynferðisárásina sem Reade fullyrðir nú að hafi átt sér stað. Gögn um kvörtun sem Reade segist hafa lagt fram í þinginu um óþægilegt framferði Biden hafa þó ekki fundist og starfsmannastjórar skrifstofu hans hafa hafnað því afdráttarlaust að Reade hafi leitað til þeirra þvert á fullyrðingar hennar. Hvorki New York Times né Washington Post fundu aðrar ásakanir af sama toga og Reade eða mynstur hegðunar af þessu tagi af hálfu Biden þegar blöðin könnuðu ásakanir Reade í vor. Talsmenn Biden benda ennfremur á að hann hafi gengist undir ítarlega bakgrunnsrannsókn áður en hann varð varaforseti Bandaríkjanna sem hafi ekki leitt í ljós neinar slíkar ásakanir. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 MeToo Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. Douglas Wigdor, lögmaður Töru Reade, segir AP-fréttastofunni að hann fái ekki greitt fyrir störf sín fyrir hana eins og sakir standa en fyrirtæki hans hafnaði því að pólitískar ástæður væru fyrir því að hann hefði ákveðið að taka við máli hennar. Nær öruggt er að Biden verði forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. Lögmaðurinn hefur einnig unnið fyrir sex konur sem saka kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisbrot. Hann hefur einnig komið fram fyrir hönd starfsmanna Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar sem héldu því fram að þeim hefði verið mismunað í starfi á grundvelli kynferðis eða kynþáttar. Widgor lét 55.000 dollara, jafnvirði rúmra átta milljóna króna, af hendi rakna í kosningasjóð Trump árið 2016. Hann hefur einnig gefið tugi þúsunda dollara til demókrata í New York-ríki. Þegar Christine Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem þá var hæstaréttardómaraefni Trump, um nauðgun árið 2018 kom Wigdor henni til varnar í fjölmiðlum. Biden lofaði að virða persónulegt rými fólks betur eftir að hópur kvenna steig fram í fyrra og lýsti því að hann hefði látið þeim líða óþægilega með snertingu.Vísir/Getty Skorar á Biden að axla ábyrgð og hætta í framboði Reade sakar Biden um að hafa ýtt sér upp að vegg og rennt fingri sínum inn í kynfæri hennar þegar hún vann á skrifstofu þáverandi öldungadeildarþingmannsins árið 1993. Biden fullyrðir að atvikið sem Reade lýsir hafi aldrei átt sér stað. Eftir að Biden tjáði sig um ásakanir Reade í fyrsta skipti í síðustu viku hætti hún við viðtöl sem hún hafði fallist á við CNN og fleiri bandaríska fjölmiðla. Hún veitti hins vegar Megyn Kelly, fyrrverandi sjónvarpskonu Fox News og NBC, viðtal sem var birt í gær og lýsti þar atvikinu í meiri smáatriðum en hún hefur áður gert. Fullyrti Reade að Biden hefði kysst sig á hálsinn og sagt henni að hann vildi stunda kynlíf með henni á grófan hátt. Þegar hún streittist á móti eftir að hann hefði farið með höndina inn fyrir föt hennar og brotið á henni segir Reade að Biden hafi sagt að hann héldi að henni líkaði við hann. „Hann benti á mig og sagði „Þú ert ekkert fyrir mér. Þú ert ekkert“,“ sagði Reade. Biden ítrekaði í gær að atvikið hefði aldrei átt sér stað. Reade hvatti hann í viðtalinu til að axla ábyrgð og draga framboð sitt til baka. Talaði ekki um kynferðislega árás í fyrra Upphaflega var Reade ein átta kvenna sem stigu fram í fyrra og lýstu því að Biden hefði látið þeim líða óþægilega með því að snerta þær. Hann brást við með því að lofa að virða persónulegt rými fólks betur í framtíðinni. Á þeim tíma tók Reade sérstaklega fram að hún liti ekki á það sem Biden gerði sem kynferðislega áreitni. „Ég var ekki hrædd við hann, að hann væri að fara með mig inn í herbergi eða neitt. Það var ekki þannig stemming,“ sagði Reade þá við AP-fréttastofuna sem birti viðtalið ekki á sínum tíma þar sem fréttamönnum tókst ekki að staðfesta ásakanir Reade. Fyrr á þessu ári, um það leyti sem ljóst varð að Biden yrði frambjóðandi demókrata, fullyrti Reade hins vegar að Biden hefði ráðist á sig kynferðislega fyrir að verða þrjátíu árum. Sagðist hún ekki hafa sagt frá árásinni strax af ótta við viðbrögðin og að hún væri enn að glíma við afleiðingar árásarinnar. Hún hefur vísað á fjölskyldu og vini sem staðfesta sumir að hún hafi rætt við þá um ýmist óþægilegar snertingar Biden sem aðrar konur hafa lýst eða kynferðisárásina sem Reade fullyrðir nú að hafi átt sér stað. Gögn um kvörtun sem Reade segist hafa lagt fram í þinginu um óþægilegt framferði Biden hafa þó ekki fundist og starfsmannastjórar skrifstofu hans hafa hafnað því afdráttarlaust að Reade hafi leitað til þeirra þvert á fullyrðingar hennar. Hvorki New York Times né Washington Post fundu aðrar ásakanir af sama toga og Reade eða mynstur hegðunar af þessu tagi af hálfu Biden þegar blöðin könnuðu ásakanir Reade í vor. Talsmenn Biden benda ennfremur á að hann hafi gengist undir ítarlega bakgrunnsrannsókn áður en hann varð varaforseti Bandaríkjanna sem hafi ekki leitt í ljós neinar slíkar ásakanir.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 MeToo Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50
Framboð Biden vísar ásökunum fyrrverandi starfsmanns á bug Ásakanir konu um að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum eiga við engin rök að styðjast, að sögn framboðs Biden. Rannsókn bandarískra fjölmiðla á réttmæti ásakana konunnar er ekki afdráttarlaus. 15. apríl 2020 22:55