Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol.
Interpol biðlar til almennings að hafa samband ef vitað er hvar mennirnir eru staðsettir, en þeir tengjast allir skipulagðri glæpastarfsemi og eru grunaðir um morð eða eiturlyfja sölu.
Um er að ræða 15 stórhættulega menn, en þar á meðal er Rafael Caro-Quintero, fyrrum leiðtogi glæpasamtakanna Guadalajara Cartel í Mexíkó.
Þeir eru taldir vera í felum í Kólumbíu, Ekvador, Perú eða Vensúela en á meðfylgjandi mynd má sjá mennina.
