Höfuðborgarbörn fái fylgd í skólann og ekkert skólahald í Skagafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. janúar 2020 21:51 Staðan á Kjalarnesi. Vísir/Jói K. Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar. Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Veðurspár fyrir kvöldið í kvöld hafa að mestu gengið eftir en appelsínugul veðurviðvörun er í gildi fyrir stærstan hluta landsins. Allt skólahald hefur verið fellt niður í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun og mælst er til þess að foreldrar barna yngri en tólf ára á höfuðborgarsvæinu fylgi börnum í skólann.Appelsínugul viðvörun er í gildi alls staðar á landinu nema á höfuðborgarsvæðinu, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og á Austfjörðum, þar er gul viðvörun látin nægja. Þá eru vegir víða lokaðir, þar með talið þjóðvegur 1 um Kjalarnes og Hellisheiði. Vegunum um Þrengsli og Mosfellsheiði hefur einnig verið lokað og varað er við mjög slæmu skyggni á Reykjanesbraut, en loka þurfti henni um tíma fyrr í kvöld eftir umferðaróhapp. Þá hefur hringveginum verið lokað frá Seljalandsfossi að Vík en mjög hvasst er á Suðausturhorninu samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Þá er hringveginum einnig lokað frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni. Hefur lögreglan á Suðurlandi biðlað til ferðaþjónustuaðila á svæðinu að láta ferðamenn sem þar kunni að vera vita að ekkert vit sé í því að vera á ferðinni á morgun. Á Norðurlandi hefur veginum um Öxnadalsheiði, Vatnsskarð og Þverárfjall verið lokað auk þess sem að Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla er lokað vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Norðurland vestra fram eftir degi á morgun og þar hefurt ekin ákvörðun um að fella allt skólahald í leik- grunn- og tónlistarskóla Skagafjarðar á morgun. Á Vestfjörðum hefur einnig verið hvasst í allan dag og þar hafa velflestir vegir á milli byggðalaga verið lokaðir í dag en nánari upplýsingar um lokanir á vegum má nálgast á vef Vegagerðarinnar.
Reykjavík Skagafjörður Skóla - og menntamál Veður Tengdar fréttir Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöngum lokað „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Sjá meira
Víða samgöngutruflanir vegna veðurs: Hellisheiði og Holtavörðuheiði lokaðar Ferðalangar eru beðnir um að fylgjast vel með færð og veðri. 13. janúar 2020 17:22
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó. 13. janúar 2020 08:48