Innlent

Veðrið hamlar akstri Strætó á landsbyggðinni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tvísýnt er með akstur strætó á landsbyggðinni í dag.
Tvísýnt er með akstur strætó á landsbyggðinni í dag. Vísir/vilhelm

Gul viðvörun verður í gildi um allt land í dag mánudaginn 13. janúar. Veðrið mun hafa áhrif á Strætó á landsbyggðinni. Svona lítur staðan út klukkan 08:30 að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó.

Leið 51: Reykjavík-Höfn

Ferðin milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði mun aðeins aka til Hvolsvallar.

Ferðin frá Höfn til Reykjavíkur fellur niður í dag.

Leið 57: Reykjavík-Akureyri

Ferðirnar milli Reykjavíkur og Akureyrar munu líklega aðeins aka til Bifrastar.

Líklegt er að báðar ferðir milli Akureyri til Reykjavíkur falli niður í dag.

Leið 78: Siglufjörður-Akureyri

Enginn akstur á þessari leið þar til annað verður tilkynnt.

Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter síðu Strætó.

 

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.