Telur öruggt að ferðaskrifstofur verði gjaldþrota fuðri frumvarp upp í „pólitískum smjörklípuslag“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. maí 2020 17:58 Jóhannes Þór Skúlason hefur áhyggjur af stöðu ferðaskrifstofa nái frumvarp ekki fram að ganga. Vísir/Arnar Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020 Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, hefur áhyggjur af því frumvarp um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða ferðir með inneignarnótum komist ekki í gegnum þingið. Hann segir að ef komist málið ekki í gegn séu þingmenn að taka meðvitaða ákvörðun um að reka ferðaskrifstofur í gjaldþrot. Þá gerir hann athugasemd við framgöngu Neytendasamtakanna vegna málsins. „Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða með inneignarnótum til 12 mánaða fær að fuðra upp í pólitískum smjörklípuslag,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebook. Umrætt frumvarp er hluti af aðgerðapakka ríkistjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Markmiðið með frumvarpinu er að veita ferðaskrifstofum ákveðið svigrúm þar sem líkur séu á að töluverðum fjölda ferðaskrifstofa takist ekki að endurgreiða þær greiðslur sem þeim ber, því sé sá möguleiki fyrir hendi að það kunni að koma til nokkurs fjölda gjaldþrota í greininni, verði ekkert að gert, að því er fram kemur í greinargerð sem fylgir frumvarpinu. Jóhannes Þór segir að breytingin sem fylgi frumvarpinu sé mikilvæg. „Það er vegna þess að það er orðið augljóst og almennt viðurkennt að forsendur evrópsku pakkaferðalöggjafarinnar eru algerlega brostnar. Löggjöfin var ekki skrifuð til að taka á aðstæðum þar sem fullkomið niðurbrot verður á ferðaþjónustu í allri heimsálfunni. Þessi 14 daga endurgreiðsluregla er undantekning frá almennum viðskiptaháttum sem getur átt við þegar eitt fyrirtæki hættir rekstri, en ekki þegar öll ferðaþjónusta stöðvast í heilli heimsálfu,“ skrifar hann. Vegna gildandi laga séu ferðaskrifstofur eini hlekkurinn í ferðaþjónustu sem sitji upp með lögskyldu á að endurgreiða viðskiptavinum í peningum, á sama tíma og allar aðrar endurgreiðslur hafi stöðvast á öðrum sviðum ferðaþjónustunnar í Evrópu. Þetta skili sér í verri stöðu fyrir neytendur og því furðar Jóhannes Þór sig á afstöðu Neytendasamtakanna í málinu, sem lagst hafa gegn frumvarpinu. „Staðreynd málsins er sú að með því að berjast á móti þessu máli eru neytendasamtökin ekki að tryggja jafna stöðu neytenda heldur eru í raun að tryggja betri stöðu sumra neytenda á kostnað annarra - að „tryggja fyrstir koma fyrstir fá“ stöðu þeirra aðgangshörðustu á kostnað hinna,“ skrifar Jóhannes Þór. Verði haldið fast við núverandi löggjöf um skýlausa endurgreiðslu sé öruggt að ferðaskrifstofur muni verða gjaldþrota, þeim mun fleiri sem fái endurgreitt, þeim mun meiri líkur á fleiri gjaldþrotum að mati Jóhannesar Þórs. Því sé afstaða Neytendasamtakanna að hans mati ekki í þágu neytenda. „Það þýðir að þeir sem ekki hafa fengið greitt út þegar ferðaskrifstofa verður gjaldþrota þurfa að treysta á tryggingakerfið. Þeir þurfa þá að bíða mánuðum saman eftir greiðslu og mögulega fá þeir aðeins hluta greiddan ef trygging viðkomandi fyrirtækis nægir ekki. Þessir neytendur eru þá í mun verri stöðu en hinir. Sú verri staða mun þá vera að fullu í boði Neytendasamtakanna og þingmanna sem hafna þessu frumvarpi.“ Færslu Jóhannes Þórs má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Það er gríðarlegt áhyggjuefni ef mikilvægt og skynsamlegt mál ferðamálaráðherra um að ferðaskrifstofur megi endurgreiða...Posted by Jóhannes Þór on Fimmtudagur, 7. maí 2020
Alþingi Neytendur Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira