Boða hópmálsókn gegn Úrval-Útsýn vegna draumaferðarinnar sem aldrei var farin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 16:00 Það er lítið að gera í flugheiminum þessa dagana. Vísir/Vilhelm Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku ræddi Vísir við Kolbrúnu H. Gunnarsdóttur sem átti pantaða ferð til Egyptalands á vegum Úrval-Útsýn um páskana. Gengu þau frá pöntuninni síðasta haust og alls greiddu þau um eina milljón króna fyrir ferðina. Hafa hún og eiginmaður hennar staðið í nokkru stappi við að fá ferðina endurgreidda og nú er svo komið að nokkrir viðskiptavinir hyggjast stefna Úrval-Útsýn vegna málsins. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Vísir/Einar Á. „Lög eru skýr um það að fólkið á rétt á endurgreiðslu. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir verða, og pakkaferðum sem þessum er aflýst ber að sjálfsögðu að endurgreiða fólki án tafar,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hópsins, í samtali við Vísi. Kolbrún lýsti því hvernig hún og eiginmaður hafi fyrst fengið vilyrði fyrir því að endurgreiðslan tæki tvær vikur, en því var svo breytt í sex vikur. Engin greiðsla hefur borist. Eins og vaxtalaust lán frá viðskiptavinum Segir Hilmar að þetta þýði í raun að ferðaskrifstofan hafi tekið vaxtalaust lán frá þessum viðskiptavinum, sem nemi allt að 650 þúsund krónum á einstakling. Það fé hafi ferðaskrifstofan að hluta ávaxtað frá því í október. „Það sér það hver maður, að slík framkoma gengur ekki, og ekki er víst að margir treysti sér til að eiga viðskipti við slíka ferðaskrifstofu í framtíðinni,“ segir Hilmar. „Ef félagið er ógjaldfært, ber því skylda til að lýsa því yfir án tafar, svo fólkið geti fengið endurgreitt frá vátryggingafélagi þess.“ Ákveðin óvissa ríkir þó þar sem nýtt frumvarp var kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Hilmar segir verulegan vafa leika á því hvort frumvarpið standist friðhelgi eignaréttar samkvæmt stjórnarskrá. „En viðskiptavinir Úrval Útsýn hafa hug á að láta á það reyna verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Með frumvarpinu er neytendum uppálagt að veita fyrirtækjum í rekstrarfjárvanda vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði, og er það mun ríflegri aðstoð en ríkissjóður hefur sjálfur treyst sér til að bjóða hingað til. En það hefur ávallt verið auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé.“ Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
Nokkrir viðskiptavinir ferðaskrifstofunnar Úrval-Útsýn hafa í hyggju að fara í hópmálsókn gegn félaginu. Þeim hefur gengið illa að fá ferðaskrifstofuna til þess að endurgreiða draumaferðina til Egyptalands sem aldrei var farin vegna kórónuveirufaraldursins. Í síðustu viku ræddi Vísir við Kolbrúnu H. Gunnarsdóttur sem átti pantaða ferð til Egyptalands á vegum Úrval-Útsýn um páskana. Gengu þau frá pöntuninni síðasta haust og alls greiddu þau um eina milljón króna fyrir ferðina. Hafa hún og eiginmaður hennar staðið í nokkru stappi við að fá ferðina endurgreidda og nú er svo komið að nokkrir viðskiptavinir hyggjast stefna Úrval-Útsýn vegna málsins. Kolbrún Hildur Gunnarsdóttir og Hreinn Baldursson áttu pantaða dýra ferð með Úrval útsýn um páskana. Ferðin var aldrei farin. Vísir/Einar Á. „Lög eru skýr um það að fólkið á rétt á endurgreiðslu. Þegar ófyrirsjáanlegir atburðir verða, og pakkaferðum sem þessum er aflýst ber að sjálfsögðu að endurgreiða fólki án tafar,“ segir Hilmar Garðars Þorsteinsson, lögmaður hópsins, í samtali við Vísi. Kolbrún lýsti því hvernig hún og eiginmaður hafi fyrst fengið vilyrði fyrir því að endurgreiðslan tæki tvær vikur, en því var svo breytt í sex vikur. Engin greiðsla hefur borist. Eins og vaxtalaust lán frá viðskiptavinum Segir Hilmar að þetta þýði í raun að ferðaskrifstofan hafi tekið vaxtalaust lán frá þessum viðskiptavinum, sem nemi allt að 650 þúsund krónum á einstakling. Það fé hafi ferðaskrifstofan að hluta ávaxtað frá því í október. „Það sér það hver maður, að slík framkoma gengur ekki, og ekki er víst að margir treysti sér til að eiga viðskipti við slíka ferðaskrifstofu í framtíðinni,“ segir Hilmar. „Ef félagið er ógjaldfært, ber því skylda til að lýsa því yfir án tafar, svo fólkið geti fengið endurgreitt frá vátryggingafélagi þess.“ Ákveðin óvissa ríkir þó þar sem nýtt frumvarp var kynnt til sögunnar sem hluti af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna faraldursins. Verði það að lögum er skipuleggjenda pakkaferðar heimilt að endurgreiða ferðamanni greiðslur fyrir ferð sem átti að verða farnar á tímabilinu 14. mars til og með 30. júní á þessu ári í formi inneignarnótu. Hilmar segir verulegan vafa leika á því hvort frumvarpið standist friðhelgi eignaréttar samkvæmt stjórnarskrá. „En viðskiptavinir Úrval Útsýn hafa hug á að láta á það reyna verði frumvarpið samþykkt óbreytt. Með frumvarpinu er neytendum uppálagt að veita fyrirtækjum í rekstrarfjárvanda vaxtalaus lán í allt að 12 mánuði, og er það mun ríflegri aðstoð en ríkissjóður hefur sjálfur treyst sér til að bjóða hingað til. En það hefur ávallt verið auðvelt að vera örlátur á annarra manna fé.“
Neytendur Dómsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51 Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Sjá meira
„Við erum enginn banki fyrir ferðaskrifstofur“ Ekki eru allir á eitt sáttir við frumvarp um að ferðaskrifstofur geti endurgreitt ferðir sem ekki verði farnar í formi inneignarnótu. Hjón sem í október keyptu draumaferðina til Egyptalands um páskana og hafa reynt að fá ferðina endurgreidda segjast til að mynda ekki vera banki fyrir ferðaskrifstofur. 22. apríl 2020 12:51
Segja inneignarnótu ferðaskrifstofu ótraustvekjandi og ábyrgðinni varpað á viðskiptavini Áhrif ferðabanns, ferðatakmarkanna og efnahagsástands hafa einnig neikvæð áhrif á rekstur ferðaskrifstofa. Mælst er til þess að fólk fái inneignarnótur í stað endurgreiðslu. Hjón sem áttu draumaferð pantaða um páskana segja galið að leggja ábyrðina á herðar viðskiptavinarins. 24. apríl 2020 18:35