Ætla að breyta lögum um hlutabótaleið til að hindra misnotkun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2020 14:49 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í samtali við fréttastofu RÚV. Greint hefur verið frá því að fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafi öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda á meðan þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. ASÍ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar á sama tíma og 165 starfsmenn fyrirtækisins eru á hlutabótaleiðinni. Sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ „Það var auðvitað alveg ljóst þegar þessu fyrirkomulagi var komið á í miklum hraði að það var fyrst og fremst hugsað til að tryggja lífsafkomu fólks og viðhalda ráðningasambandi,“ segir Katrín í samtali við Ríkisútvarpið. Stjórnvöld hafi ákveðið að hafa úrræðið opið svo engar hindranir væru sem kæmu í veg fyrir það markmið. „Að sjálfsögðu þá var ekki ætlunin sú að stöndug fyrirtæki væru að nýta sér þetta neyðarúrræði til að greiða niður laun sinna starfsmanna,“ segir hún. Að sögn Katrínar verður hlutabótaleiðin framlengd með lagabreytingu. „Og þá munu verða sett inn skilyrði sem hafa verið í öðrum aðgerðum stjórnvalda til að mynda hvað varðar arðgreiðslur og kaup í eigin bréfum og fleira,“ segir forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira
Lögum varðandi svokallaða hlutabótaleið stjórnvalda verður breytt til þess að koma í veg fyrir að stöndug fyrirtæki nýti sér hana til að greiða niður laun starfsmanna. Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í samtali við fréttastofu RÚV. Greint hefur verið frá því að fyrirtækin Össur, Hagar og Skeljungur hafi öll nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda á meðan þau greiddu eigendum sínum út arð eða keyptu eigin bréf. ASÍ sendi frá sér harðorða yfirlýsingu í gær eftir að tíðindi bárust af arðgreiðslu til handa eigendum Össurar á sama tíma og 165 starfsmenn fyrirtækisins eru á hlutabótaleiðinni. Sagði í ályktun miðstjórnar ASÍ að þetta væri „ósiðlegt og ætti með réttu að vera ólöglegt.“ „Það var auðvitað alveg ljóst þegar þessu fyrirkomulagi var komið á í miklum hraði að það var fyrst og fremst hugsað til að tryggja lífsafkomu fólks og viðhalda ráðningasambandi,“ segir Katrín í samtali við Ríkisútvarpið. Stjórnvöld hafi ákveðið að hafa úrræðið opið svo engar hindranir væru sem kæmu í veg fyrir það markmið. „Að sjálfsögðu þá var ekki ætlunin sú að stöndug fyrirtæki væru að nýta sér þetta neyðarúrræði til að greiða niður laun sinna starfsmanna,“ segir hún. Að sögn Katrínar verður hlutabótaleiðin framlengd með lagabreytingu. „Og þá munu verða sett inn skilyrði sem hafa verið í öðrum aðgerðum stjórnvalda til að mynda hvað varðar arðgreiðslur og kaup í eigin bréfum og fleira,“ segir forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Allt bendir til verkfalls Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Sjá meira