Bestu bikarliðin undanfarna áratugi mætast í Laugardalnum Tómas Þór Þórðarsson skrifar 16. ágúst 2014 09:00 Keflavík vann KR í bikarúrslitum 2006. Jónas Guðni Sævarsson, núverandi leikmaður KR, fagnar sigrinum ásamt Guðmundi Steinarssyni. Fréttablaðið/Daníel Þegar kemur að því að vinna bikarúrslitaleiki í knattspyrnu er ekki ofsögum sagt að tvö bestu bikarlið síðustu tveggja áratuga mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Síðan Keflavík hóf að spila undir því nafni, en ekki ÍBK, árið 1995 hefur liðið ekki tapað bikarúrslitaleik. Það komst alla leið og vann í keppninni 1997, 2004 og 2006. KR-ingar hafa gert enn betur og unnið sex af þrettán bikarmeistaratitlum sínum frá árinu 1994. Í heildina hefur KR farið átta sinnum í úrslit á síðustu 20 árum og unnið sex sinnum. ÍA er það lið sem kemst hvað næst Keflavík og KR, en Skagamenn hafa unnið þrjá bikarmeistaratitla í fjórum tilraunum á síðustu 20 árum. Undir merkjum ÍBK gekk Suðurnesjamönnum bölvanlega í bikarúrslitaleikjum á 20 ára tímabili frá 1973-1993. Þeir töpuðu þeim fyrsta gegn Fram, 2-1, árið 1973, en unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn af fjórum tveimur árum síðar með sigri á ÍA, 1-0. Eftir það tóku við fjögur töp í röð; gegn Val 1982, Fram 1985, Val aftur 1988 og ÍA sumarið 1993. Sem Keflavík hafa þrír bikarúrslitaleikir unnist af þremur; gegn ÍBV 1997 í sögufrægum leik, KA 2004 og KR árið 2006. KR hafði ekki hlotið stóran titil í 26 ár þegar liðið vann loks Grindavík í bikarúrslitum 1994. Því fylgdi sigur í sama leik árið eftir gegn Fram, 2-1, og sá þriðji á fimm árum vannst árið 1999 þegar Skagamenn lágu í valnum. Keflvíkingar stöðvuðu sigurgönguna en nú eru KR-ingar búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og sex af átta í heildina sem fyrr segir á síðustu 20 árum. KR og Keflavík hafa hlotið samtals níu bikara í ellefu úrslitaleikjum á síðustu tveimur áratugum.Rúnar Kristinsson var lykilmaður í að koma með bikar aftur í Vesturbæinn 1994 og er búinn að stýra liðinu til sigurs í síðustu tveimur (Stjarnan 2012 og Þór 2011). Nú er hann líka með Baldur Sigurðsson í sínu liði, en hann fór illa með KR fyrir átta árum.Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30 Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00 Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45 Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Þegar kemur að því að vinna bikarúrslitaleiki í knattspyrnu er ekki ofsögum sagt að tvö bestu bikarlið síðustu tveggja áratuga mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Síðan Keflavík hóf að spila undir því nafni, en ekki ÍBK, árið 1995 hefur liðið ekki tapað bikarúrslitaleik. Það komst alla leið og vann í keppninni 1997, 2004 og 2006. KR-ingar hafa gert enn betur og unnið sex af þrettán bikarmeistaratitlum sínum frá árinu 1994. Í heildina hefur KR farið átta sinnum í úrslit á síðustu 20 árum og unnið sex sinnum. ÍA er það lið sem kemst hvað næst Keflavík og KR, en Skagamenn hafa unnið þrjá bikarmeistaratitla í fjórum tilraunum á síðustu 20 árum. Undir merkjum ÍBK gekk Suðurnesjamönnum bölvanlega í bikarúrslitaleikjum á 20 ára tímabili frá 1973-1993. Þeir töpuðu þeim fyrsta gegn Fram, 2-1, árið 1973, en unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn af fjórum tveimur árum síðar með sigri á ÍA, 1-0. Eftir það tóku við fjögur töp í röð; gegn Val 1982, Fram 1985, Val aftur 1988 og ÍA sumarið 1993. Sem Keflavík hafa þrír bikarúrslitaleikir unnist af þremur; gegn ÍBV 1997 í sögufrægum leik, KA 2004 og KR árið 2006. KR hafði ekki hlotið stóran titil í 26 ár þegar liðið vann loks Grindavík í bikarúrslitum 1994. Því fylgdi sigur í sama leik árið eftir gegn Fram, 2-1, og sá þriðji á fimm árum vannst árið 1999 þegar Skagamenn lágu í valnum. Keflvíkingar stöðvuðu sigurgönguna en nú eru KR-ingar búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og sex af átta í heildina sem fyrr segir á síðustu 20 árum. KR og Keflavík hafa hlotið samtals níu bikara í ellefu úrslitaleikjum á síðustu tveimur áratugum.Rúnar Kristinsson var lykilmaður í að koma með bikar aftur í Vesturbæinn 1994 og er búinn að stýra liðinu til sigurs í síðustu tveimur (Stjarnan 2012 og Þór 2011). Nú er hann líka með Baldur Sigurðsson í sínu liði, en hann fór illa með KR fyrir átta árum.Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30 Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00 Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45 Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Enski boltinn Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Fótbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Ófrískar afrekskonur með lifandi þyngingarvesti Sport Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01
Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30
Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00
Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45
Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30