Bestu bikarliðin undanfarna áratugi mætast í Laugardalnum Tómas Þór Þórðarsson skrifar 16. ágúst 2014 09:00 Keflavík vann KR í bikarúrslitum 2006. Jónas Guðni Sævarsson, núverandi leikmaður KR, fagnar sigrinum ásamt Guðmundi Steinarssyni. Fréttablaðið/Daníel Þegar kemur að því að vinna bikarúrslitaleiki í knattspyrnu er ekki ofsögum sagt að tvö bestu bikarlið síðustu tveggja áratuga mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Síðan Keflavík hóf að spila undir því nafni, en ekki ÍBK, árið 1995 hefur liðið ekki tapað bikarúrslitaleik. Það komst alla leið og vann í keppninni 1997, 2004 og 2006. KR-ingar hafa gert enn betur og unnið sex af þrettán bikarmeistaratitlum sínum frá árinu 1994. Í heildina hefur KR farið átta sinnum í úrslit á síðustu 20 árum og unnið sex sinnum. ÍA er það lið sem kemst hvað næst Keflavík og KR, en Skagamenn hafa unnið þrjá bikarmeistaratitla í fjórum tilraunum á síðustu 20 árum. Undir merkjum ÍBK gekk Suðurnesjamönnum bölvanlega í bikarúrslitaleikjum á 20 ára tímabili frá 1973-1993. Þeir töpuðu þeim fyrsta gegn Fram, 2-1, árið 1973, en unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn af fjórum tveimur árum síðar með sigri á ÍA, 1-0. Eftir það tóku við fjögur töp í röð; gegn Val 1982, Fram 1985, Val aftur 1988 og ÍA sumarið 1993. Sem Keflavík hafa þrír bikarúrslitaleikir unnist af þremur; gegn ÍBV 1997 í sögufrægum leik, KA 2004 og KR árið 2006. KR hafði ekki hlotið stóran titil í 26 ár þegar liðið vann loks Grindavík í bikarúrslitum 1994. Því fylgdi sigur í sama leik árið eftir gegn Fram, 2-1, og sá þriðji á fimm árum vannst árið 1999 þegar Skagamenn lágu í valnum. Keflvíkingar stöðvuðu sigurgönguna en nú eru KR-ingar búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og sex af átta í heildina sem fyrr segir á síðustu 20 árum. KR og Keflavík hafa hlotið samtals níu bikara í ellefu úrslitaleikjum á síðustu tveimur áratugum.Rúnar Kristinsson var lykilmaður í að koma með bikar aftur í Vesturbæinn 1994 og er búinn að stýra liðinu til sigurs í síðustu tveimur (Stjarnan 2012 og Þór 2011). Nú er hann líka með Baldur Sigurðsson í sínu liði, en hann fór illa með KR fyrir átta árum.Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30 Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00 Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45 Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Þegar kemur að því að vinna bikarúrslitaleiki í knattspyrnu er ekki ofsögum sagt að tvö bestu bikarlið síðustu tveggja áratuga mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Síðan Keflavík hóf að spila undir því nafni, en ekki ÍBK, árið 1995 hefur liðið ekki tapað bikarúrslitaleik. Það komst alla leið og vann í keppninni 1997, 2004 og 2006. KR-ingar hafa gert enn betur og unnið sex af þrettán bikarmeistaratitlum sínum frá árinu 1994. Í heildina hefur KR farið átta sinnum í úrslit á síðustu 20 árum og unnið sex sinnum. ÍA er það lið sem kemst hvað næst Keflavík og KR, en Skagamenn hafa unnið þrjá bikarmeistaratitla í fjórum tilraunum á síðustu 20 árum. Undir merkjum ÍBK gekk Suðurnesjamönnum bölvanlega í bikarúrslitaleikjum á 20 ára tímabili frá 1973-1993. Þeir töpuðu þeim fyrsta gegn Fram, 2-1, árið 1973, en unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn af fjórum tveimur árum síðar með sigri á ÍA, 1-0. Eftir það tóku við fjögur töp í röð; gegn Val 1982, Fram 1985, Val aftur 1988 og ÍA sumarið 1993. Sem Keflavík hafa þrír bikarúrslitaleikir unnist af þremur; gegn ÍBV 1997 í sögufrægum leik, KA 2004 og KR árið 2006. KR hafði ekki hlotið stóran titil í 26 ár þegar liðið vann loks Grindavík í bikarúrslitum 1994. Því fylgdi sigur í sama leik árið eftir gegn Fram, 2-1, og sá þriðji á fimm árum vannst árið 1999 þegar Skagamenn lágu í valnum. Keflvíkingar stöðvuðu sigurgönguna en nú eru KR-ingar búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og sex af átta í heildina sem fyrr segir á síðustu 20 árum. KR og Keflavík hafa hlotið samtals níu bikara í ellefu úrslitaleikjum á síðustu tveimur áratugum.Rúnar Kristinsson var lykilmaður í að koma með bikar aftur í Vesturbæinn 1994 og er búinn að stýra liðinu til sigurs í síðustu tveimur (Stjarnan 2012 og Þór 2011). Nú er hann líka með Baldur Sigurðsson í sínu liði, en hann fór illa með KR fyrir átta árum.Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30 Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00 Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45 Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01
Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30
Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00
Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45
Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30