Bestu bikarliðin undanfarna áratugi mætast í Laugardalnum Tómas Þór Þórðarsson skrifar 16. ágúst 2014 09:00 Keflavík vann KR í bikarúrslitum 2006. Jónas Guðni Sævarsson, núverandi leikmaður KR, fagnar sigrinum ásamt Guðmundi Steinarssyni. Fréttablaðið/Daníel Þegar kemur að því að vinna bikarúrslitaleiki í knattspyrnu er ekki ofsögum sagt að tvö bestu bikarlið síðustu tveggja áratuga mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Síðan Keflavík hóf að spila undir því nafni, en ekki ÍBK, árið 1995 hefur liðið ekki tapað bikarúrslitaleik. Það komst alla leið og vann í keppninni 1997, 2004 og 2006. KR-ingar hafa gert enn betur og unnið sex af þrettán bikarmeistaratitlum sínum frá árinu 1994. Í heildina hefur KR farið átta sinnum í úrslit á síðustu 20 árum og unnið sex sinnum. ÍA er það lið sem kemst hvað næst Keflavík og KR, en Skagamenn hafa unnið þrjá bikarmeistaratitla í fjórum tilraunum á síðustu 20 árum. Undir merkjum ÍBK gekk Suðurnesjamönnum bölvanlega í bikarúrslitaleikjum á 20 ára tímabili frá 1973-1993. Þeir töpuðu þeim fyrsta gegn Fram, 2-1, árið 1973, en unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn af fjórum tveimur árum síðar með sigri á ÍA, 1-0. Eftir það tóku við fjögur töp í röð; gegn Val 1982, Fram 1985, Val aftur 1988 og ÍA sumarið 1993. Sem Keflavík hafa þrír bikarúrslitaleikir unnist af þremur; gegn ÍBV 1997 í sögufrægum leik, KA 2004 og KR árið 2006. KR hafði ekki hlotið stóran titil í 26 ár þegar liðið vann loks Grindavík í bikarúrslitum 1994. Því fylgdi sigur í sama leik árið eftir gegn Fram, 2-1, og sá þriðji á fimm árum vannst árið 1999 þegar Skagamenn lágu í valnum. Keflvíkingar stöðvuðu sigurgönguna en nú eru KR-ingar búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og sex af átta í heildina sem fyrr segir á síðustu 20 árum. KR og Keflavík hafa hlotið samtals níu bikara í ellefu úrslitaleikjum á síðustu tveimur áratugum.Rúnar Kristinsson var lykilmaður í að koma með bikar aftur í Vesturbæinn 1994 og er búinn að stýra liðinu til sigurs í síðustu tveimur (Stjarnan 2012 og Þór 2011). Nú er hann líka með Baldur Sigurðsson í sínu liði, en hann fór illa með KR fyrir átta árum.Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30 Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00 Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45 Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Þegar kemur að því að vinna bikarúrslitaleiki í knattspyrnu er ekki ofsögum sagt að tvö bestu bikarlið síðustu tveggja áratuga mætast í úrslitaleiknum á Laugardalsvelli klukkan 16.00. Síðan Keflavík hóf að spila undir því nafni, en ekki ÍBK, árið 1995 hefur liðið ekki tapað bikarúrslitaleik. Það komst alla leið og vann í keppninni 1997, 2004 og 2006. KR-ingar hafa gert enn betur og unnið sex af þrettán bikarmeistaratitlum sínum frá árinu 1994. Í heildina hefur KR farið átta sinnum í úrslit á síðustu 20 árum og unnið sex sinnum. ÍA er það lið sem kemst hvað næst Keflavík og KR, en Skagamenn hafa unnið þrjá bikarmeistaratitla í fjórum tilraunum á síðustu 20 árum. Undir merkjum ÍBK gekk Suðurnesjamönnum bölvanlega í bikarúrslitaleikjum á 20 ára tímabili frá 1973-1993. Þeir töpuðu þeim fyrsta gegn Fram, 2-1, árið 1973, en unnu fyrsta bikarmeistaratitilinn af fjórum tveimur árum síðar með sigri á ÍA, 1-0. Eftir það tóku við fjögur töp í röð; gegn Val 1982, Fram 1985, Val aftur 1988 og ÍA sumarið 1993. Sem Keflavík hafa þrír bikarúrslitaleikir unnist af þremur; gegn ÍBV 1997 í sögufrægum leik, KA 2004 og KR árið 2006. KR hafði ekki hlotið stóran titil í 26 ár þegar liðið vann loks Grindavík í bikarúrslitum 1994. Því fylgdi sigur í sama leik árið eftir gegn Fram, 2-1, og sá þriðji á fimm árum vannst árið 1999 þegar Skagamenn lágu í valnum. Keflvíkingar stöðvuðu sigurgönguna en nú eru KR-ingar búnir að vinna þrjá af síðustu fjórum og sex af átta í heildina sem fyrr segir á síðustu 20 árum. KR og Keflavík hafa hlotið samtals níu bikara í ellefu úrslitaleikjum á síðustu tveimur áratugum.Rúnar Kristinsson var lykilmaður í að koma með bikar aftur í Vesturbæinn 1994 og er búinn að stýra liðinu til sigurs í síðustu tveimur (Stjarnan 2012 og Þór 2011). Nú er hann líka með Baldur Sigurðsson í sínu liði, en hann fór illa með KR fyrir átta árum.Bikarúrslitaleikur KR og Keflavíkur er í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hér á Vísi. Upphitun hefst klukkan 15.00. Hann er einnig í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01 Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30 Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00 Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45 Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Sjá meira
Umfjöllun, myndir, viðtöl og myndbönd: KR - Keflavík 2-1 | KR bikarmeistari 2014 KR er bikarmeistari karla í knattspyrnu í fjórtánda sinn eftir sigur á Keflavík á Laugardalsvellinum í dag. 16. ágúst 2014 00:01
Bikarúrslitaleikurinn í beinni á Vísi Útsendingu Stöðvar 2 Sport streymt hér á Vísi. Veislan hefst með skemmtilegum upphitunarþætti klukkan 15. 16. ágúst 2014 12:30
Gaupi hitaði upp með KR og Keflavík í Frostaskjóli KR og Keflavík mætast í úrslitaleik Borgunarbikarsins klukkan 16.00. 16. ágúst 2014 15:00
Hver man hvað gerðist fyrir 50 árum? Guðjón Guðmundsson ræddi við tvær kempur úr Keflavík og KR sem urðu meistarar 1964, en liðin mætast í úrslitum Borgunarbikarsins í dag. 16. ágúst 2014 14:45
Pressan er á Íslandsmeisturunum KR og Keflavík mætast í 54. úrslitaleik bikarkeppni KSÍ en í báðum liðum eru leikmenn sem búa yfir mikilli reynslu af bikarúrslitaleikjum. 16. ágúst 2014 06:30