Viðureign KR og KB í 32-liða úrslitum bikarkeppni karla fer fram klukkan 19.15 eins og áætlað var upphaflega.
Fram kom á sameiginlegum blaðamannafundi félaganna í dag að leiknum hefði verið seinkað til klukkan 21.00. KSÍ hafnaði hins vegar þeirri beiðni og því ljóst að leikurinn fer fram klukkan 19.15. Leikið verður á KR-vellinum.
32-liða úrslit bikarkeppninnar hefjast í kvöld með átta leikjum. Hinir átta leikirnir fara fram annað kvöld.
Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15 nema viðureign Breiðabliks og KA annað kvöld sem hefst klukkan 18.00.
Leikir kvöldsins:
Víkingur R. - Grótta
HK - ÍA
Víðir - Þróttur V.
ÍBV - Leiknir R.
Haukar - Berserkir
Grindavík - Höttur
Þróttur R. - Fylkir
Reynir S. - Sindri
Leikir morgundagsins:
Breiðablik - KA (kl. 18.00)
Fjarðabyggð - FH
Hamar - Selfoss
Fram - Hvöt
Fjölnir - KFS
Þór - Valur
Keflavík - Stjarnan
KR - KB