Samgönguráðherra segir lág tilboð hvatningu til enn meiri vegagerðar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2020 20:50 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Lág verð í útboðum endurspegla hungur á verktakamarkaðnum, að mati Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra segir þau hvatningu til að bjóða út enn fleiri verk. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ætla mætti að á tímum sérstaks framkvæmdaátaks væri tilhneiging í þá átt að verkkostnaður færi hækkandi. Sú hefur ekki orðið raunin í útboðum Vegagerðarinnar á undanförnum vikum. Þannig var lægsta tilboð í gær í breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ 30% undir kostnaðaráætlun. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni segjast menn sjá töluvert lægri verð í útboðum í vor en undanfarin ár. „Lág verð endurspegla klárlega hungur á verktakamarkaði, sérstaklega í jarðvinnuframkvæmdum,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. „Þetta kemur náttúrulega ekki á óvart. Þetta segir auðvitað þá sögu sem við þekkjum að það er slaki í hagkerfinu. Staðreyndin er sú að það eru 55 þúsund manns annaðhvort atvinnulausir eða í hlutastarfi um þessar mundir,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segir jákvætt að sjá fjölda útboða og að verkin fari undir kostnaðaráætlun. „Það er vísbending um að það sé enn slaki í kerfinu. En það er þá líka kannski hvatning til okkar að bjóða þá frekar meira út. Af því að þegar þetta er í hina áttina, að það er yfir kostnaðaráætlun, þá er það að lokum fjármagnið sem takmarkar okkur í að geta boðið fleiri verkefni. En núna gæti það verið hvati til að bjóða þá út enn fleiri,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Tilboðin sem Vegagerðin fékk í gær í breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Sparnaðurinn í þessu eina útboði í Mosfellsbæ gær er upp á 215 milljónir króna en þar var kostnaðaráætlun 706 milljónir króna en lægsta boð 490 milljónir króna. Þeir fjármunir sem sparast gætu þá nýst í önnur verk. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir ríkissjóð, sem er að fjárfesta núna í uppbyggingu iðnviða, að njóta þess þá í góðum kjörum og er vonandi hvatning til ríkisins að gera þá meira en minna á þessu ári, - bæta helst í,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Lág verð í útboðum endurspegla hungur á verktakamarkaðnum, að mati Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra segir þau hvatningu til að bjóða út enn fleiri verk. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ætla mætti að á tímum sérstaks framkvæmdaátaks væri tilhneiging í þá átt að verkkostnaður færi hækkandi. Sú hefur ekki orðið raunin í útboðum Vegagerðarinnar á undanförnum vikum. Þannig var lægsta tilboð í gær í breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ 30% undir kostnaðaráætlun. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni segjast menn sjá töluvert lægri verð í útboðum í vor en undanfarin ár. „Lág verð endurspegla klárlega hungur á verktakamarkaði, sérstaklega í jarðvinnuframkvæmdum,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. „Þetta kemur náttúrulega ekki á óvart. Þetta segir auðvitað þá sögu sem við þekkjum að það er slaki í hagkerfinu. Staðreyndin er sú að það eru 55 þúsund manns annaðhvort atvinnulausir eða í hlutastarfi um þessar mundir,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segir jákvætt að sjá fjölda útboða og að verkin fari undir kostnaðaráætlun. „Það er vísbending um að það sé enn slaki í kerfinu. En það er þá líka kannski hvatning til okkar að bjóða þá frekar meira út. Af því að þegar þetta er í hina áttina, að það er yfir kostnaðaráætlun, þá er það að lokum fjármagnið sem takmarkar okkur í að geta boðið fleiri verkefni. En núna gæti það verið hvati til að bjóða þá út enn fleiri,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Tilboðin sem Vegagerðin fékk í gær í breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Sparnaðurinn í þessu eina útboði í Mosfellsbæ gær er upp á 215 milljónir króna en þar var kostnaðaráætlun 706 milljónir króna en lægsta boð 490 milljónir króna. Þeir fjármunir sem sparast gætu þá nýst í önnur verk. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir ríkissjóð, sem er að fjárfesta núna í uppbyggingu iðnviða, að njóta þess þá í góðum kjörum og er vonandi hvatning til ríkisins að gera þá meira en minna á þessu ári, - bæta helst í,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fleiri fréttir Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Sjá meira
Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09