Samgönguráðherra segir lág tilboð hvatningu til enn meiri vegagerðar Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2020 20:50 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Lág verð í útboðum endurspegla hungur á verktakamarkaðnum, að mati Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra segir þau hvatningu til að bjóða út enn fleiri verk. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ætla mætti að á tímum sérstaks framkvæmdaátaks væri tilhneiging í þá átt að verkkostnaður færi hækkandi. Sú hefur ekki orðið raunin í útboðum Vegagerðarinnar á undanförnum vikum. Þannig var lægsta tilboð í gær í breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ 30% undir kostnaðaráætlun. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni segjast menn sjá töluvert lægri verð í útboðum í vor en undanfarin ár. „Lág verð endurspegla klárlega hungur á verktakamarkaði, sérstaklega í jarðvinnuframkvæmdum,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. „Þetta kemur náttúrulega ekki á óvart. Þetta segir auðvitað þá sögu sem við þekkjum að það er slaki í hagkerfinu. Staðreyndin er sú að það eru 55 þúsund manns annaðhvort atvinnulausir eða í hlutastarfi um þessar mundir,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segir jákvætt að sjá fjölda útboða og að verkin fari undir kostnaðaráætlun. „Það er vísbending um að það sé enn slaki í kerfinu. En það er þá líka kannski hvatning til okkar að bjóða þá frekar meira út. Af því að þegar þetta er í hina áttina, að það er yfir kostnaðaráætlun, þá er það að lokum fjármagnið sem takmarkar okkur í að geta boðið fleiri verkefni. En núna gæti það verið hvati til að bjóða þá út enn fleiri,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Tilboðin sem Vegagerðin fékk í gær í breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Sparnaðurinn í þessu eina útboði í Mosfellsbæ gær er upp á 215 milljónir króna en þar var kostnaðaráætlun 706 milljónir króna en lægsta boð 490 milljónir króna. Þeir fjármunir sem sparast gætu þá nýst í önnur verk. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir ríkissjóð, sem er að fjárfesta núna í uppbyggingu iðnviða, að njóta þess þá í góðum kjörum og er vonandi hvatning til ríkisins að gera þá meira en minna á þessu ári, - bæta helst í,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Lág verð í útboðum endurspegla hungur á verktakamarkaðnum, að mati Vegagerðarinnar. Samgönguráðherra segir þau hvatningu til að bjóða út enn fleiri verk. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Ætla mætti að á tímum sérstaks framkvæmdaátaks væri tilhneiging í þá átt að verkkostnaður færi hækkandi. Sú hefur ekki orðið raunin í útboðum Vegagerðarinnar á undanförnum vikum. Þannig var lægsta tilboð í gær í breikkun Vesturlandsvegar í Mosfellsbæ 30% undir kostnaðaráætlun. Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hjá Vegagerðinni segjast menn sjá töluvert lægri verð í útboðum í vor en undanfarin ár. „Lág verð endurspegla klárlega hungur á verktakamarkaði, sérstaklega í jarðvinnuframkvæmdum,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. „Þetta kemur náttúrulega ekki á óvart. Þetta segir auðvitað þá sögu sem við þekkjum að það er slaki í hagkerfinu. Staðreyndin er sú að það eru 55 þúsund manns annaðhvort atvinnulausir eða í hlutastarfi um þessar mundir,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Samgönguráðherra segir jákvætt að sjá fjölda útboða og að verkin fari undir kostnaðaráætlun. „Það er vísbending um að það sé enn slaki í kerfinu. En það er þá líka kannski hvatning til okkar að bjóða þá frekar meira út. Af því að þegar þetta er í hina áttina, að það er yfir kostnaðaráætlun, þá er það að lokum fjármagnið sem takmarkar okkur í að geta boðið fleiri verkefni. En núna gæti það verið hvati til að bjóða þá út enn fleiri,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Tilboðin sem Vegagerðin fékk í gær í breikkun Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. Sparnaðurinn í þessu eina útboði í Mosfellsbæ gær er upp á 215 milljónir króna en þar var kostnaðaráætlun 706 milljónir króna en lægsta boð 490 milljónir króna. Þeir fjármunir sem sparast gætu þá nýst í önnur verk. „Það er auðvitað mjög ánægjulegt fyrir ríkissjóð, sem er að fjárfesta núna í uppbyggingu iðnviða, að njóta þess þá í góðum kjörum og er vonandi hvatning til ríkisins að gera þá meira en minna á þessu ári, - bæta helst í,“ segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03 Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. 5. maí 2020 22:03
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Bjóðast til að malbika í Grafningi fyrir 80% af áætluðum kostnaði Lægsta boð í endurbyggingu og lagningu bundins slitlags á fimm kílómetra vegarkafla í Grafningi reyndist 80,4 prósent af áætluðum verktakakostnaði. Þetta var eitt þriggja útboða sem opnuð voru hjá Vegagerðinni í dag. 28. apríl 2020 23:09