Bæjarstjóri fagnar því að losna við flöskuhálsinn í Mosfellsbæ Kristján Már Unnarsson skrifar 5. maí 2020 22:03 Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir þetta mikið fagnaðarefni og löngu tímabært að losna við þennan hættulega kafla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kafli Vesturlandsvegar við Lágafell í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, er aðeins þriggja akreina og ekkert vegrið sem skilur á milli akstursstefna. Núna er komið að því að bæta úr en tilboð í breikkun vegarins í fjórar akreinar voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Nánar um verkið hér: Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Hér má sjá tilboðin og áætlaðan verktakakostnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Athygli vekur að öll tilboðin fjögur voru vel undir 706 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Það lægsta átti Loftorka, upp á 490 milljónir króna, eða 69,5 prósent af áætlun en einnig buðu í verkið Grafa og grjót, Ístak og Háfell. Bæjarstjóri þeirra Mosfellinga segir bæjarbúa fagna enda hafi menn beðið eftir þessu í mörg ár og lengi þrýst á endurbætur. Vegarkaflinn er 1,1 kílómetra langur.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þetta er náttúrlega einn umferðarmesti þjóðvegur landsins sem fer hérna í gegnum Mosfellsbæ,“ segir Haraldur Sverrisson. „Hann er 2+1 vegur í dag og ekki með aðskildum akreinum. Þannig að hann hefur bæði verið mikill flöskuháls varðandi umferðina hér í gegn, sérstaklega þegar hún er mikil á föstudags eftirmiðdögum, sunnudögum líka, og svo bara gegnumsneitt svo sem orðið. Og svo er þetta líka bara hættulegur vegur og alls ekki miðaður við nútíma staðla." Til að koma fjórðu akreinni fyrir og miðeyju með vegriði þarf að skera bergið inn í Lágafell og fjarlægja göngustíginn.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þannig að þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Verkið á að vinna rösklega því samkvæmt útboðslýsingu skal því að fullu lokið vel fyrir næstu jól, eigi síðar en 1. desember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Umferðaröryggi Mosfellsbær Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Einn umferðarmesti flöskuháls þjóðvegakerfisins, kafli Vesturlandsvegar um Mosfellsbæ, heyrir brátt sögunni til en lægsta tilboð sem barst Vegagerðinni í endurbætur í dag reyndist aðeins sjötíu prósent af kostnaðaráætlun. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir þetta mikið fagnaðarefni og löngu tímabært að losna við þennan hættulega kafla. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kafli Vesturlandsvegar við Lágafell í Mosfellsbæ, milli Skarhólabrautar og Langatanga, er aðeins þriggja akreina og ekkert vegrið sem skilur á milli akstursstefna. Núna er komið að því að bæta úr en tilboð í breikkun vegarins í fjórar akreinar voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Nánar um verkið hér: Breikkun í Mosfellsbæ boðin út og á að klárast fyrir jólin Hér má sjá tilboðin og áætlaðan verktakakostnað.Grafík/Hafsteinn Þórðarson, Stöð 2. Athygli vekur að öll tilboðin fjögur voru vel undir 706 milljóna króna áætluðum verktakakostnaði. Það lægsta átti Loftorka, upp á 490 milljónir króna, eða 69,5 prósent af áætlun en einnig buðu í verkið Grafa og grjót, Ístak og Háfell. Bæjarstjóri þeirra Mosfellinga segir bæjarbúa fagna enda hafi menn beðið eftir þessu í mörg ár og lengi þrýst á endurbætur. Vegarkaflinn er 1,1 kílómetra langur.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þetta er náttúrlega einn umferðarmesti þjóðvegur landsins sem fer hérna í gegnum Mosfellsbæ,“ segir Haraldur Sverrisson. „Hann er 2+1 vegur í dag og ekki með aðskildum akreinum. Þannig að hann hefur bæði verið mikill flöskuháls varðandi umferðina hér í gegn, sérstaklega þegar hún er mikil á föstudags eftirmiðdögum, sunnudögum líka, og svo bara gegnumsneitt svo sem orðið. Og svo er þetta líka bara hættulegur vegur og alls ekki miðaður við nútíma staðla." Til að koma fjórðu akreinni fyrir og miðeyju með vegriði þarf að skera bergið inn í Lágafell og fjarlægja göngustíginn.Stöð 2/Sigurjón Ólason. „Þannig að þetta er löngu tímabær framkvæmd og mikið fagnaðarefni,“ segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. Verkið á að vinna rösklega því samkvæmt útboðslýsingu skal því að fullu lokið vel fyrir næstu jól, eigi síðar en 1. desember. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Umferðaröryggi Mosfellsbær Tengdar fréttir Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51 Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33 Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18 Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44 Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Verktakar bitust hart um fyrstu flýtiverkin Lægstu tilboð voru vel undir áætluðum verktakakostnaði í sex útboðsopnunum af átta hjá Vegagerðinni í gær, eða á bilinu 75-90 prósent af áætlun. Í tveimur opnunum reyndust lægstu boð yfir kostnaðaráætlun. 22. apríl 2020 09:51
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um umhverfismat á Kjalarnesi felld úr gildi vegna formgalla Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar frá því í júní í fyrrasumar um að breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes skuli háð mati á umhverfisáhrifum. 21. apríl 2020 10:33
Breikkun við Straumsvík bíður hönnunar og umhverfismats Þrátt fyrir að Reykjanesbraut sé eitt af flýtiverkum stjórnvalda gæti orðið tveggja ára bið á að breikkun hennar hefjist sunnan Straumsvíkur. Enn á eftir að hanna brautina og gera umhverfismat. 15. apríl 2020 21:18
Byrja að breikka þjóðveginn undir Ingólfsfjalli eftir páska Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss fer á fullt strax eftir páska. Skrifað var undir fimm milljarða króna verksamninga í dag, sem eru einhverjir þeir stærstu í sögu vegagerðar hérlendis. 8. apríl 2020 21:44