Vilja bíða með að fjölga liðum í Pepsi Max deild karla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:15 Frá leik FH og KR í Pepsi Max deild karla síðasta sumar. Vísir/Daníel Skýrsla starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja hefur skilað sinni niðurstöðu sinni og hann vill ekki fjölga liðum sumarið 2021 heldur skoða málið betur á næstu mánuðum. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Hópurinn leggur það til að starfshópurinn starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. „Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi,“ segir í niðurstöðunni. Stjórn KSÍ hafði samþykkt það á stjórnarfundi sínum í desember síðastliðnum að skipa hópinn en hlutverk hans var að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla. Í hópnum voru þeir Börkur Edvardsson (Valur), Haraldur Haraldsson (Víkingur/ÍTF/Stjórn KSÍ), Orri Hlöðversson (Breiðablik) og Þórir Hákonarson (Þróttur/ÍTF), Björn Friðþjófsson og Valgeir Sigurðsson frá KSÍ og Tómas Þór Þórðarson (formaður Samtaka íþróttafréttamanna) frá fjölmiðlum.Niðurstaðan Að breyta keppnisfyrirkomulagi í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu þarf að gera að vandlega athuguðu máli. Ná þarf yfir allar forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákvörðun er tekin, sama hvaða leið er valin. Í vinnu starfshópsins kom fljótlega í ljós að leggja þurfti í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir öll þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Á þeim tíma sem hópurinn hafði til umráða náðist engan vegin að kanna þau nægilega vel. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Lagt er til að starfshópur starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Verkefni hans verði að afla frekari upplýsinga um þær leiðir sem færar þykja og kynna aðildarfélögum eigi síðar en haustið 2020. Hann hefði heimild til að kalla til fleiri aðila, hvort heldur sem er frá aðildarfélögunum eða öðrum hagsmunaaðilum. Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi. Hægt er að lesa skýrslu starfshópsins hér. KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Skýrsla starfshóps um Pepsi Max deild karla og fjölgun leikja hefur skilað sinni niðurstöðu sinni og hann vill ekki fjölga liðum sumarið 2021 heldur skoða málið betur á næstu mánuðum. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Hópurinn leggur það til að starfshópurinn starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. „Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi,“ segir í niðurstöðunni. Stjórn KSÍ hafði samþykkt það á stjórnarfundi sínum í desember síðastliðnum að skipa hópinn en hlutverk hans var að leggja mat á þá kosti sem nefndir hafa verið um mögulegar útfærslur á breyttu keppnisfyrirkomulagi Pepsi Max deildar karla. Í hópnum voru þeir Börkur Edvardsson (Valur), Haraldur Haraldsson (Víkingur/ÍTF/Stjórn KSÍ), Orri Hlöðversson (Breiðablik) og Þórir Hákonarson (Þróttur/ÍTF), Björn Friðþjófsson og Valgeir Sigurðsson frá KSÍ og Tómas Þór Þórðarson (formaður Samtaka íþróttafréttamanna) frá fjölmiðlum.Niðurstaðan Að breyta keppnisfyrirkomulagi í efstu deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu þarf að gera að vandlega athuguðu máli. Ná þarf yfir allar forsendur sem liggja til grundvallar þegar ákvörðun er tekin, sama hvaða leið er valin. Í vinnu starfshópsins kom fljótlega í ljós að leggja þurfti í gríðarlega mikla og tímafreka vinnu til að ná yfir öll þau fjölmörgu atriði sem þarf að hafa í huga við að skoða ólíkar útfærslur. Á þeim tíma sem hópurinn hafði til umráða náðist engan vegin að kanna þau nægilega vel. Það er mat starfshópsins að umræðan innan hreyfingarinnar nú, hvort heldur sé á milli félaga og innan einstakra félaga, sé of skammt á veg komin til þess að hægt sé að ná fram niðurstöðu á þessum tímapunkti. Lagt er til að starfshópur starfi áfram og fái til þess tíma fram að formannafundi haustið 2020. Verkefni hans verði að afla frekari upplýsinga um þær leiðir sem færar þykja og kynna aðildarfélögum eigi síðar en haustið 2020. Hann hefði heimild til að kalla til fleiri aðila, hvort heldur sem er frá aðildarfélögunum eða öðrum hagsmunaaðilum. Breyting á mótahaldi þarf að hafa víðan stuðning svo breytingin nái fram að ganga og takist vel í framkvæmt. Skapa þarf því vettvang til að umræðan haldi áfram með það að markmiði að á ársþinginu 2021 náist sátt um tillögu um breytt fyrirkomulag sem tæki gildi keppnistímabilið 2022 í tengslum við nýja samninga varðandi markaðs – og sjónvarpsréttindi. Hægt er að lesa skýrslu starfshópsins hér.
KSÍ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti „Ótrúlegt hvernig dómarinn tók Englendingana í framlengingunni“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet og tryggði sig inn á EM Sport Ingi Þór: Þetta var stór dómur sem fór með leikinn Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira