Talibanar boða frekari árásir þrátt fyrir friðarsamning Kjartan Kjartansson skrifar 2. mars 2020 16:51 Fulltrúar talibana féllust í faðma eftir að þeir skrifuðu undir samkomulag um brotthvarf erlends herliðs við Bandaríkjastjórn í Doha í Katar á laugardag. Vísir/EPA Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001. Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Forsvarsmenn talibana í Afganistan segjast ekki ætla að taka þátt í frekari viðræðum við stjórnvöld fyrr en um 5.000 liðsmönnum þeirra verður sleppt úr fangelsi. Þá boða talibanar að þeir muni mögulega hefja árásir á stjórnarherinn á ný. Yfirlýsingar talibana koma aðeins tveimur dögum eftir að fulltrúar þeirra og Bandaríkjastjórnar skrifuðu undir samkomulag á laugardag. Í því felst að talibanar og afganska ríkisstjórnin hafi fangaskipti á um 5.000 liðsmönnum talibana annars og um þúsund hermanna stjórnarhersins hins vegar. „Við erum algerlega tilbúnir í viðræður innan Afganistans en við bíðum eftir því að föngunum okkar 5.000 verði sleppt. Ef fangarnir okkar 5.000, hundrað eða tvö hundrað færri skiptir ekki máli, verður ekki sleppt verða engar viðræður innan Afganistans,“ segir Zabihullah Mujahid, talsmaður talibana, við Reuters-fréttastofuna. Sjá einnig: Bandarískir hermenn úr landi eftir fjórtán mánuði Ummæli Ashrafs Ghani, forseta Afganistans, hafa ennfremur vakið óvissu um framtíð samkomulags talibana og Bandaríkjastjórnar. Hafnaði Ghani, sem átti ekki aðild að viðræðunum, því að hann hefði fallist á að sleppa þúsundum talibana úr haldi. „Afganska ríkisstjórnin hefur ekki skuldbundið sig til að sleppa 5.000 föngum talibana úr haldi fyrir mögulegar viðræður,“ segir Sediq Sediqqi, talsmaður Ghani. Telja sig mega halda skærum áfram Ekki aðeins er framtíð samkomulags frá því á laugardag í uppnámi heldur segir Mujahid að samkomulag um að draga úr ofbeldinu í Afganistan fram að viðræðunum væri nú runnið úr gildi. Árásir talibana á stjórnarherinn gætu nú hafist aftur á hverri stundu. Scott Miller, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Afganistan, segist engu að síður vænta þess að talibanar taki skuldbindingar sínar hátíðlegar. Samkomulag talibana og Bandaríkjastjórnar gerir ráð fyrir því að Bandaríkin og bandamenn þeirra dragi allt herlið sitt frá Afganistan á fjórtán mánuðum, háð því að talibanar standi við fyrirheit sín um frið. Bandaríkjaher hefur verið í landinu í átján ár, allt frá því að hann kom talibönum frá völdum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í New York í september árið 2001.
Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58 Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Afganski forsetinn hafnar samkomulagi um fangaskipti Forseti Afganistan segir það ekki rétt að ríkið hafi lofað að frelsa 5000 Talíbana úr fangelsum ríkisins líkt og haldið er fram í friðarsamningi milli Bandaríkjanna og Talíbana. 1. mars 2020 08:58
Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afghanistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag. 29. febrúar 2020 13:04