Erlent

Bandarískir hermenn úr landi eftir 14 mánuði

Andri Eysteinsson skrifar
Skrifað var undir samninginn í Doha í dag.
Skrifað var undir samninginn í Doha í dag. Getty/Anadolu

Bandaríkin og bandamenn þeirra heita því að draga allan herafla sinn frá Afganistan eftir fjórtán mánuði standi Talibanar við loforð sem gefin eru í nýjum samningi sem undirritaður var í dag.

BBC greinir frá því að undir samninginn hafi verið skrifað í Doha í Katar en greint var frá fyrirkomulagi hans í sameiginlegri yfirlýsingu ríkjanna. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo var á meðal viðstaddra ásamt ýmsum leiðtogum Talíbana.

Innrásin í Afganistan var gerð skömmu eftir árásirnar á tvíburaturnana í september 2001 og eru enn 12000 bandarískir hermenn í landinu.

Meðal þeirra skilyrða sem sett eru fram í samningnum er sá að Talíbanar muni aldrei leyfa al-Kaída eða öðrum sambærilegum vígahópum að ná fótfestu á landsvæði þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×