Liverpool er með tíu stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar er jólahátíðin gengur í garð en þetta varð ljóst eftir leiki gærdagsins í 18. umferð enska boltans.
Englandsmeistararnir í Manchester City unnu 3-1 endurkomusigur á Leicester á heimavelli. Jamie Vardy kom Leicester yfir en City snéri leiknum sér í hag.
Leicester er þó áfram í öðru sætinu með 39 stig en sæti neðar er Man. City með 38 stig. Liverpool er því með tíu stiga forskot og á leik til góða á liðin tvö.
Liverpool will head into Christmas with a 10 point lead – only one team with a lead of 5+ points on Christmas Day has failed to win the title in the PL era (Newcastle in 1995-96) pic.twitter.com/oYCozz3avf
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 21, 2019
Einungis eitt lið sem hefur leitt með meira en fimm stigum á jóladag hefur ekki náð að vinna deildina en það var Newcastle liðið tímabilið 1995/1996.
Newcastle endaði í öðru sætinu með 78 stig en Manchester United vann deildina með 82 stig.