Óli Stefán: Aðalmarkmiðið að tryggja okkar sess í þessari deild Einar Kárason skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Óli Stefán Flóventsson. vísir/bára ,,Þetta er hundfúlt,” sagði Óli Stefán Flóventsson eftir jafnteflið gegn Eyjamönnum. ,,Við erum sjálfum okkur verstir. Við fáum svo flott færi og flottar stöður til að ganga frá þessum leik en á meðan þetta er í járnum getur allt gerst. Við verðum að klára okkar. Við erum klaufar í byrjun seinni hálfleiks þegar við fáum á okkur markið. Þá er fókusinn ekki rétti stilltur og okkur refsað. Þetta er fúlt en við verðum að gjöra svo vel og virða þetta stig.” ,,Það sem ég horfi fyrst og fremst í er að það eru stór batamerki í okkar leik. Við erum búnir að spila leiki þar sem við erum að spila vel og bæta okkar leik. Það er það sem við erum að fókusa á. Að frammistaðan sé góð og við séum félaginu til sóma. Því leytinu til er ég ánægður með liðið í dag en við þurfum að klára þessa stöðu sem við erum komnir í til að fá þrjú stig. Í dag gerðum við það bara ekki og því verðskulduðum við bara eitt.” ,,Þetta var sjálfsagt rétt víti,” sagði Óli um vítaspyrnudóminn. ,,Ég svo sem sá þetta ekki alveg nógu vel. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur með okkar innkomu inn í seinni hálfleikinn. Við lögðum áherslu á að við værum tilbúnir. Við stóðum það ekki. Það vantaði fókus á okkar leik og okkur er refsað ef við erum ekki klárir.” KA menn fengu gullið tækifæri til að taka öll stigin í dag þegar þeir fengu vítaspyrnu seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll varði spyrnu hans. ,,Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hann. Við verðum að athuga það að Hallgrímur Mar er búinn að vera frábær í sumar og unnið fullt af punktum fyrir okkur. Við virkum bara þannig að við stöndum saman og núna er það okkar hlutverk að klappa honum á bakið og hjálpa honum áfram. Hann verður örugglega svekktur á heimleiðinni en svo er hann bara klár á næstu æfingu og tilbúinn að gera sitt.” ,,Það er mjög auðvelt að fara þá leið (að svekkja sig) en við kjósum að taka það sem við erum að gera vel og fjölga þeim köflum. Í þessum leik í dag er ekki erfitt að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis.” Er KA ekki alltof gott lið til að fara niður? ,,Ég segi það alltaf að við erum að keppa við 11 bestu lið Íslands og við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum sem við förum í. Ef við ætlum einhverntímann að halda það að við séum of góðir til að halda að við getum ekki verið í einhvernskonar fallbaráttu þá fyrst erum við í vandræðum. Aðalmarkmið okkar er að tryggja okkar sess í þessari deild” sagði Óli Stefán. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira
,,Þetta er hundfúlt,” sagði Óli Stefán Flóventsson eftir jafnteflið gegn Eyjamönnum. ,,Við erum sjálfum okkur verstir. Við fáum svo flott færi og flottar stöður til að ganga frá þessum leik en á meðan þetta er í járnum getur allt gerst. Við verðum að klára okkar. Við erum klaufar í byrjun seinni hálfleiks þegar við fáum á okkur markið. Þá er fókusinn ekki rétti stilltur og okkur refsað. Þetta er fúlt en við verðum að gjöra svo vel og virða þetta stig.” ,,Það sem ég horfi fyrst og fremst í er að það eru stór batamerki í okkar leik. Við erum búnir að spila leiki þar sem við erum að spila vel og bæta okkar leik. Það er það sem við erum að fókusa á. Að frammistaðan sé góð og við séum félaginu til sóma. Því leytinu til er ég ánægður með liðið í dag en við þurfum að klára þessa stöðu sem við erum komnir í til að fá þrjú stig. Í dag gerðum við það bara ekki og því verðskulduðum við bara eitt.” ,,Þetta var sjálfsagt rétt víti,” sagði Óli um vítaspyrnudóminn. ,,Ég svo sem sá þetta ekki alveg nógu vel. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur með okkar innkomu inn í seinni hálfleikinn. Við lögðum áherslu á að við værum tilbúnir. Við stóðum það ekki. Það vantaði fókus á okkar leik og okkur er refsað ef við erum ekki klárir.” KA menn fengu gullið tækifæri til að taka öll stigin í dag þegar þeir fengu vítaspyrnu seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll varði spyrnu hans. ,,Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hann. Við verðum að athuga það að Hallgrímur Mar er búinn að vera frábær í sumar og unnið fullt af punktum fyrir okkur. Við virkum bara þannig að við stöndum saman og núna er það okkar hlutverk að klappa honum á bakið og hjálpa honum áfram. Hann verður örugglega svekktur á heimleiðinni en svo er hann bara klár á næstu æfingu og tilbúinn að gera sitt.” ,,Það er mjög auðvelt að fara þá leið (að svekkja sig) en við kjósum að taka það sem við erum að gera vel og fjölga þeim köflum. Í þessum leik í dag er ekki erfitt að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis.” Er KA ekki alltof gott lið til að fara niður? ,,Ég segi það alltaf að við erum að keppa við 11 bestu lið Íslands og við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum sem við förum í. Ef við ætlum einhverntímann að halda það að við séum of góðir til að halda að við getum ekki verið í einhvernskonar fallbaráttu þá fyrst erum við í vandræðum. Aðalmarkmið okkar er að tryggja okkar sess í þessari deild” sagði Óli Stefán.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Fleiri fréttir Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira
Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45