Unnið átta deildarleiki í röð en hafa áhuga á að stækka hópinn Einar Kárason skrifar 6. júlí 2019 21:45 Rúnar Kristinsson er að gera frábæra hluti í Vesturbænum. vísir/getty „Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45 Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
„Við vorum bara flottir,” sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok eftir að hann og lærisveinar hans höfðu náð í áttunda sigurinn í röð með 2-1 sigri á ÍBV í Eyjum í kvöld. „Við vorum massívir til baka og eins og ég sagði fyrir leik þá yrði þetta ekki fallegur fótboltaleikur. Þetta voru langir boltar og barátta um fyrsta og annan bolta. Völlurinn bauð kannski ekki upp á neitt meira. Við mættum hér til að berjast gegn sterku Eyjaliði.” „Ég er með reynda og gamla leikmenn með mikla reynslu, getu og kunnáttu. Við höfum náð undanfarið að stjórna hraðanum í leiknum og ráða ferðinni. Það er mikilvægt að skora fyrsta markið eins og í dag. Það hjálpar ofboðslega mikið. „Rútínan í liðinu er orðin góð. Menn vita hvað til er ætlast af hverjum og einum og þeir vita sjálfir til hvers er ætlað af manninum við hliðina á þeim. Hlutverkin eru skýr. Okkar stjórn á liðinu er þannig að við sjáum til þess að mönnum líði vel og þeir viti hvað þeir eru að gera þegar þeir fara inn á völlinn.” Leikurinn bauð kannski ekki upp á mikið en það skal gefa hrós á það sem gott var, eins og fyrsta mark leiksins. „Það var smá spil í kringum það. Arnþór Ingi á geggjaða sendingu yfir á Óskar. Við náum að skipta frá hægri yfir á vinstri á Skara sem lendir í einum á móti einum. Það vill enginn lenda í því inni í teig á móti Óskari.“ „Hann getur farið á hægri og vinstri og þarna fer hann á vinstri og smellhittir hann upp í þaknetið. Við getum þá aðeins róað taugarnar. Það er erfitt að spila hérna. Þetta mark gefur okkur mikið traust og trú á verkefninu. Eftir það fannst mér við spila mun betur og fylgjum því eftir með fínu marki í seinni hálfleik.” „Þú skapar þína eigin heppni. Við erum búnir að skapa okkur trú núna með því að vinna marga leiki í röð. Við höfum óbilandi trú á verkefninu. Trú á að við getum skorað og varist vel. Við erum bara solid sem liðsheild og hópur. Ég er ánægður með alla strákana í mínu liði. Trúin skiptir miklu og að vinna leik eftir leik hjálpar mönnum að öðlast meiri trú.” Félagaskiptaglugginn er opinn og Rúnar segir að KR séu að skoða sín mál. „Við höfum áhuga á að stækka hópinn aðeins. Við missum Alex Frey (Hilmarsson) úr okkar hóp og það er slæmt. Við setjumst niður og athugum hvort möguleiki sé að gera eitthvað. Möguleikar okkar eru ekki miklir en við ætlum að reyna og sjá.“ „Á meðan glugginn er opinn þá höfum við augun opin og sjáum hvað setur. Það er mikilvægt að geta tekið inn ferskar lappir fyrir haustið. Við erum ekkert að yngjast allir í liðinu okkar og við erum að hugsa til framtíðar. Sjá til þess að við séum með menn sem eru tilbúnir að taka við af þeim sem eldri eru,” sagði Rúnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45 Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
Sjáðu frábært mark Óskars í Eyjum og mörkin úr sigri Skagamanna KR er búið að vinna átta deildarleiki í röð og Skagamenn eru komnir aftur á beinu brautina. 6. júlí 2019 19:45
Gary Martin: Ég tapaði allri gleði og því sem þarf til að spila fótbolta hjá Val Athyglisvert viðtal við Englendinginn í kvöld. 6. júlí 2019 19:59
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-2 │ Áttundi deildarsigur KR í röð KR hefur unnið átta leiki í röð í deildinni og er á toppi deildarinnar. 6. júlí 2019 20:00
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn