Alríkislögregla Rússlands leitar á skrifstofu Navalny Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. desember 2019 15:45 Húsleitin á skrifstofu Navalny var gerð í Moskvu í dag. epa/SERGEI ILNITSKY Rússnesk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, í Moskvu í dag. Dyrnar að skrifstofunni voru brotnar niður til að lögreglan kæmist inn og Navalny var dreginn út með valdi áður en lögreglan lagði hald á raftæki skrifstofunnar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Húsleitin var gerð í skrifstofu samtaka sem Navalny stofnaði sem vinna gegn spillingu. Þá segja stuðningsmenn Navalny að hún hafi verið gerð vegna þess að hann hafi neitað að farga upptökum sem tengjast rannsókn samtakanna á spillingarásökunum gegn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Alisher Usmanov, viðskiptajöfri. Sjá einnig: Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir NavalnyAlríkislögregla Rússlands, sem framkvæmdi húsleitina, sagði í samtali við Reuters að verið væri að rannsaka hvort samtök Navalny, FBK, hefðu gerst sek um sakhæft athæfi. Þá hafi enginn verið tekinn höndum í húsleitinni. Viðskiptajöfurinn og milljarðamæringurinn Usmanov vann dómsmál gegn Navalny árið 2017 vegna spillingarmálsins og var Navalny skikkaður til að farga öllum myndbandsgögnum um málið innan tíu daga. Bæði Usmanov og Medvedev þverneituðu fyrir að nokkur fótur væri fyrir ásökununum. Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiNavalny sagði í dag að hann myndi ekki farga myndbandinu umrædda, sem hefur verið skoðað meira en 32 milljón sinnum á YouTube síðan það var birt í mars 2017. Í öryggismyndavélaupptöku frá húsleitinni sjást menn nota einhverskonar kraftmikla sög til að saga í gegn um framhurðina á skrifstofu FBK. Þá sáust mennirnir, sem sumir hverjir voru klæddir svörtum einkennisbúningum og með svartar lambhúshettur, leita á skrifstofunni áður en einn þeirra huldi öryggismyndavélina með límbandi. Í gær sakaði Navalny rússneska herinn um að hafa rænt samstarfsmanni sínum og neytt hann til að sinna herskyldu ólöglega á afskekktri herstöð við norðuríshafið. Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Rússnesk lögregluyfirvöld gerðu húsleit á skrifstofu Alexei Navalny, eins helsta leiðtoga stjórnarandstöðunnar þar í landi, í Moskvu í dag. Dyrnar að skrifstofunni voru brotnar niður til að lögreglan kæmist inn og Navalny var dreginn út með valdi áður en lögreglan lagði hald á raftæki skrifstofunnar. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Reuters. Húsleitin var gerð í skrifstofu samtaka sem Navalny stofnaði sem vinna gegn spillingu. Þá segja stuðningsmenn Navalny að hún hafi verið gerð vegna þess að hann hafi neitað að farga upptökum sem tengjast rannsókn samtakanna á spillingarásökunum gegn Dmitry Medvedev, forsætisráðherra Rússlands, og Alisher Usmanov, viðskiptajöfri. Sjá einnig: Ekki útilokað að eitrað hafi verið fyrir NavalnyAlríkislögregla Rússlands, sem framkvæmdi húsleitina, sagði í samtali við Reuters að verið væri að rannsaka hvort samtök Navalny, FBK, hefðu gerst sek um sakhæft athæfi. Þá hafi enginn verið tekinn höndum í húsleitinni. Viðskiptajöfurinn og milljarðamæringurinn Usmanov vann dómsmál gegn Navalny árið 2017 vegna spillingarmálsins og var Navalny skikkaður til að farga öllum myndbandsgögnum um málið innan tíu daga. Bæði Usmanov og Medvedev þverneituðu fyrir að nokkur fótur væri fyrir ásökununum. Sjá einnig: Navalny sleppt úr haldiNavalny sagði í dag að hann myndi ekki farga myndbandinu umrædda, sem hefur verið skoðað meira en 32 milljón sinnum á YouTube síðan það var birt í mars 2017. Í öryggismyndavélaupptöku frá húsleitinni sjást menn nota einhverskonar kraftmikla sög til að saga í gegn um framhurðina á skrifstofu FBK. Þá sáust mennirnir, sem sumir hverjir voru klæddir svörtum einkennisbúningum og með svartar lambhúshettur, leita á skrifstofunni áður en einn þeirra huldi öryggismyndavélina með límbandi. Í gær sakaði Navalny rússneska herinn um að hafa rænt samstarfsmanni sínum og neytt hann til að sinna herskyldu ólöglega á afskekktri herstöð við norðuríshafið.
Rússland Tengdar fréttir Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36 Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24 Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Navalní segir að eitrað hafi verið fyrir sér í fangelsinu Lögmaður stjórnarandstöðuleiðtogans hefur sent inn formlegra kvörtun til yfirvalda. 1. ágúst 2019 16:36
Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests Lögmaður leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar færði rök fyrir því að klefinn í fangelsinu væri uppruni skyndilega veikinda Navalní um helgina. 30. júlí 2019 13:24
Stjórnarflokkur Putin missir þrettán sæti í borgarstjórnarkosningum í Moskvu Stjórnarflokkur Rússlands, flokkurinn Sameinað Rússland, beið mikinn ósigur í kosningum til borgarstjórnar Moskvu sem fóru fram á sunnudag. 9. september 2019 18:09