Erlent

Navalní verður ekki látinn laus fyrr vegna heilsubrests

Kjartan Kjartansson skrifar
Navalní í dómsal 24. júlí. Hann var handtekinn síðar sama dag og fangelsaður.
Navalní í dómsal 24. júlí. Hann var handtekinn síðar sama dag og fangelsaður. Vísir/EPA
Dómstóll í Moskvu hafnaði beiðni lögmanna Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar, um að honum verði sleppt snemma úr fangelsi vegna heilsufarsástæðna. Navalní veiktist hastalega í fangelsi um helgina og var fluttur á sjúkrahús.Lögmaður og læknir Navalní hafa leitt að því líkum að eitrað hafi verið fyrir honum í fangelsinu. Hann var dæmdur í þrjátíu daga fangelsi fyrir að hvetja til mótmæla í Moskvu sem yfirvöld veittu ekki leyfi fyrir um síðustu helgi.Að sögn Reuters-fréttastofunnar bað lögmaður Navalní dómstólinn um að honum yrði sleppt fyrr þar sem ástæða væri til að telja að klefinn þar sem honum er haldið sé orsök veikinda hans.Um fjórtán hundruð manns voru handteknir á mótmælunum í Moskvu um helgina. Mótmælendur kröfðust þess að frambjóðendum stjórnarandstöðunnar sem kjörstjórn dæmdi úr leik yrði leyft að bjóða sig fram til borgarstjórnar í haust. Nokkrir til viðbótar voru handteknir fyrir utan fangelsissjúkrahúsið sem Navalní var fluttur á, þar á meðal blaðamenn.


Tengdar fréttir

Heilsa Navalní sögð ásættanleg

Bráð veikindi leiðtoga stjórnarandstöðunnar í fangelsi hafa vakið athygli enda þekkt að gagnrýnendur stjórnvalda í Kreml séu myrtir eða beittir ofbeldi.

Nálægt 1.400 handteknir í gær eftir mótmæli í Moskvu

Aðgerðir yfirvalda gegn stjórnarandstæðingum hófust áður en mótmælin hófust í gær. Stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexei Navalny var handtekinn síðasta miðvikudag og dæmdur í 30 daga fangelsi fyrir að boða til mótmælanna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.