Weinstein rýfur þögnina til þess að neita að hafa viljað Affleck í aðalhlutverk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 14:02 Weinstein og Paltrow sjást hér fyrir miðri mynd. Myndin er tekin á óskarsverðlaunahátíðinni árið 1999 þegar kvikmyndin Shakespeare in Love vann til fjölda verðlauna. Vísir/Getty Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök. Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Harvey Weinstein, kvikmyndaframleiðandinn sem sakaður hefur verið af fjölmörgum konum um kynferðislega áreitni og ofbeldi, segist aldrei hafa viljað að Ben Affleck myndi leika hlutverk William Shakespeare í kvikmyndinni Shakespeare in Love. Yfirlýsing Weinstein þess efnis þykir koma nokkuð á óvart enda hefur hann lítið sem ekkert tjáð sig við fjölmiðla um þær fjölmörgu ásakanir á hendur honum sem voru þungamiðjan í #Metoo byltingunni svokölluðu. Hefur hann nær alfarið haldið sig fyrir utan sviðsljósið frá því að ásakanirnar voru settar fram. Tilefni yfirlýsingar Weinstein eru ummæli Gwyneth Paltrow, sem meðal annars hefur sakað hann um kynferðislega áreitni, í viðtali við Variety sem birt var í vikunni. Þar fór hún um víðan völl og sagði meðal annars að Weinstein hafi viljað að Ben Affleck tæki að sér aðalhlutverkið í óskarsverðlaunamyndinni Shakespeare in Love sem kom út árið 1998. Í viðtalinu kemur fram að leikstjóri myndarinnar og einn framleiðandi hennar staðfesti þessa frásögn Paltrow, sem hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik hennar í myndinni. Eitthvað virðist þetta hafa farið öfugt ofan í Weinstein sem sendi yfirlýsingu til Variety þar sem hann þvertók fyrir að hafa krafist þess að Affleck myndi leika aðalhlutverkið, sem leikið var af Joseph Fiennes. „Aðrir leikarar sem komu til greina voru aðeins Russel Crowe og Ethan Hawke, enginn annar. Ben Affleck stóð sig mjög vel sem Ned Alleyn, sem er hlutverkið sem hann kom til greina í,“ segir í yfirlýsingu Weinstein. Weinstein hefur sem fyrr segir látið lítið fyrir sér fara en hann undirbýr nú varnir sínar í dómsmáli gegn honum í New York-ríki. Tvær konur hafa sakað hann um nauðgun. Hann neitar sök.
Bíó og sjónvarp MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26 Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22 Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Sjá meira
Verjandi Weinstein að hætta Búist er við því að Ben Brafman, verjandi kvikmyndaframleiðandas Harvey Weinstein, muni hætta sem verjandi hans. Líklegt er að það verði til þes að fresta þinghaldi í dómsmáli gegn Weinstein. 15. janúar 2019 08:26
Verjendur Weinstein vilja að máli gegn honum verði vísað frá Lögmennirnir hafa lagt fram pósta á milli Weinstein og konu sem sakar hann um nauðgun sem þeir fullyrða að sýni að samband þeirra hafi verið innilegt og með vilja þeirra beggja. 3. ágúst 2018 19:22
Máli Ashley Judd gegn Harvey Weinstein vísað frá að hluta Leikkonan getur áfram stefnt honum fyrir að hafa reynt að eyðileggja starfsframa hennar. 10. janúar 2019 07:58