Jóhannes Karl skipti Bjarka af velli í fyrri hálfleik: „Verð að biðja hann afsökunar“ Guðlaugur Valgeirsson skrifar 11. ágúst 2019 18:27 Jóhannes Karl er þjálfari Skagamanna. vísir/bára Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var svekktur eftir tap sinna manna gegn Breiðablik í dag. Hann sagði tapið alfarið skrifast á sig. „Til að byrja með þá verður að segja að það sem skeður í byrjun leiks er alfarið mér að kenna. Ég set leikinn svona upp, Blikarnir gengu á lagið og skoruðu tvö mörk snemma leiks og það er alfarið á mína ábyrgð að hafa sett leikinn upp á þennan hátt. Við töpuðum leiknum þar, því miður og það er bara á mér.” Jóhannes Karl hélt áfram að útskýra hvað hann meinti með þessum ummælum. „Í rauninni byrjum við í útfærslu af 4-3-3 en ekki okkar hefðbundna skipulagi sem er 5-3-2. Við ætluðum að vera grimmir inn á miðjunni og stoppa þá í öllu uppspili sem gekk ekki. Blikarnir gengu á lagið og það var á mína ábyrgð og var rangt hjá mér. „Þetta var alltof erfitt þó að við höfum lagt ansi mikið í leikinn, við breyttum til strax í fyrri hálfleik, þurftum aðeins að hliðra til, til þess að ná tökum á leiknum aftur og gáfum allt í þetta í seinni hálfleik en það var því miður orðið of seint gegn góðu Blikaliði.” Varðandi breytinguna í fyrri hálfleik, þá var Bjarki Steinn Bjarkason tekinn útaf eftir aðeins 42 mínútur. Jóhannes Karl sagði það ekki hafa verið vegna meiðsla. „Nei, í raun og veru átti Bjarki það ekki skilið og það er ekkert annað hægt að gera gagnvart ungum leikmanni eins og honum að biðjast afsökunar á því að hafa verið fórnarlamb þess að við þurftum að breyta til.” „Ég mat það þannig að við þurftum að breyta, ég hafði áhyggjur af því að Blikarnir myndu ganga enn frekar á lagið. Taktísk skipting og vont fyrir Bjarka að lenda í því en ég gerði þetta svona til þess að stoppa blæðinguna.” Hann var ánægður með sína menn, hvernig þeir spiluðu í seinni hálfleiknum og hvernig þeir svöruðu eftir byrjun leiksins. „Já algjörlega, við náðum að stoppa Blikana í því sem þeir voru að gera vel í fyrri hálfleiknum og hættum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum. Við náðum að koma okkur framar á völlinn og ógna þeim meira. Fáum tvö fín færi en náum ekki að gera nóg úr því, því miður.” Hann sagði síðan að lokum að ÍA þarf að halda áfram að gera það sem þeir gerðu best snemma móts. Halda áfram að vera erfiðir viðureignar og gefa ekkert eftir. „Við þurfum að halda áfram að vera erfiðir að eiga við eins og í byrjun móts. Það eru hörkulið í þessari deild og ef við ætlum að gefa boltann frá okkur á hættulegum stöðum þá verður okkur refsað.” „Það er kannski það sem við þurfum að fara fókusera aftur á, grunnatriðin. Gera þau betur og koma okkur aftur í gang,” sagði Jóhannes Karl að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Leik lokið: ÍA - Breiðablik 1-2 | Blikar minnkuðu forskot KR niður í sjö stig Breiðablik vann góðan sigur á ÍA í dag og minnkaði forskot KR niður í sjö stig. 11. ágúst 2019 18:45