Nýliðar HK gerðu sér lítið fyrir og skelltu toppliði KR í Kórnum. HK vann 4-1 sigur en staðan eftir tuttugu mínútur var 3-0 HK í vil.
Á Skipaskaganum sótti Breiðablik sinn annan sigur í röð í deildinni er þeir unnu 2-1 sigur á Akranesi. Öll þrjú mörkin komu á fyrstu tíu mínútunum.
KA vann lífsnauðsynlegan sigur fyrir norðan er liðið vann 4-2 sigur á Stjörnunni og Víkingur lyfti sér úr fallsæt með 3-1 sigri á lánlausu liði Eyjamanna.
Öll mörkin úr leikjum dagsins má sjá hér að neðan.